Fara í efni
Umræðan

Sjálfstæðismenn telja of geyst farið af stað

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, Heimir Örn Árnason og Lára Halldóra Eiríksdóttir, telja of geyst af stað farið með sameiningaráformum framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans og skora á þau sem að vinnunni koma að staldra við og endurskoða forsendur mögulegrar sameiningar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna sem þeir sendu frá sér rétt í þessu.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri telja að of geyst sé af stað farið með sameiningaráformum framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri og skora á þau sem að vinnunni koma að staldra við og endurskoða forsendur mögulegrar sameiningar. Við teljum niðurstöðu stýrihópsins og ráðherra hvorki vera í anda nýrra farsældarlaga né menntastefnu stjórnvalda. Líkt og bent hefur verið á þá eru fjölmörg atriði í skýrslu stýrihópsins sem orka tvímælis.

Ákvörðun um sameiningu þessara rótgrónu skóla þarf að skila öðru og meira en mögulegri hagræðingu í rekstri. Tryggja þarf að nemendur hafi val um ekki einungis námsleiðir heldur einnig námsumhverfi sem uppfyllir fjölbreyttar þarfir nemenda.

Nauðsynlegt er að tryggja öfluga stoðþjónustu fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda en í skýrslu stýrihópsins er sérstaklega nefndur mögulegur niðurskurður á ýmiss konar stoðþjónustu svo sem náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiaðstoð við nemendur.

Í umræðunni hefur verið bent á skort á samráði við nemendur og starfsfólk skólanna sem er miður sérstaklega þegar horft er til þess að ekki skuli taka ákvarðanir sem snúa að börnum nema í samtali og samráði við þau og stór hluti nemenda skólanna eru enn börn.

MA og VMA eru framúrskarandi skólar hvor með sína sérstöðu. Við teljum gríðarlega mikilvægt að ekki sé grafið undan því öfluga starfi sem fram fer í framhaldsskólunum á Akureyri.

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00