Fara í efni
Umræðan

Sigur og tap hjá blakliðum KA í dag

Myndirnar eru af Facebook-síðu KA.

KA-liðin í blaki léku bæði gegn Þrótti R. í Laugardalshöllinni í dag. Konurnar unnu, en karlarnir töpuðu.

Seinni leikur dagsins var milli kvennaliða KA og Þróttar. KA vann með þremur hrinum gegn engri, en tvær seinni hrinurnar voru þó jafnar og unnust með tveimur stigum. 

KA-konurnar eiga í harðri baráttu við Völsung á toppi Unbroken-deildarinnar. Völsungur situr í toppsætinu með 24 stig eftir tíu leiki. KA er einnig með 24 stig og á leik til góða.

Karlalið KA færðist niður um sæti

Karlalið félaganna áttust við fyrr í dag og þar höfðu heimamenn í Laugardaglnum betur, unnu 3-1. Þróttarar komust í 2-0 áður en KA náði að vinna sína einu hrinu, en Þróttarar unnu fjórðu hrinuna og leikinn þar með. Leikurinn var reyndar hnífjafn og spennandi eins og sést á því að þrjár hrinur unnust 25-23.

Þróttarar fóru með sigrinum upp í 2. sætið, upp fyrir KA sem nú er í 3. sætinu með 24 stig úr 11 leikjum. Þróttarar hafa stigi meira.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30