Fara í efni
Umræðan

Sigur og tap hjá blakliðum KA í dag

Myndirnar eru af Facebook-síðu KA.

KA-liðin í blaki léku bæði gegn Þrótti R. í Laugardalshöllinni í dag. Konurnar unnu, en karlarnir töpuðu.

Seinni leikur dagsins var milli kvennaliða KA og Þróttar. KA vann með þremur hrinum gegn engri, en tvær seinni hrinurnar voru þó jafnar og unnust með tveimur stigum. 

KA-konurnar eiga í harðri baráttu við Völsung á toppi Unbroken-deildarinnar. Völsungur situr í toppsætinu með 24 stig eftir tíu leiki. KA er einnig með 24 stig og á leik til góða.

Karlalið KA færðist niður um sæti

Karlalið félaganna áttust við fyrr í dag og þar höfðu heimamenn í Laugardaglnum betur, unnu 3-1. Þróttarar komust í 2-0 áður en KA náði að vinna sína einu hrinu, en Þróttarar unnu fjórðu hrinuna og leikinn þar með. Leikurinn var reyndar hnífjafn og spennandi eins og sést á því að þrjár hrinur unnust 25-23.

Þróttarar fóru með sigrinum upp í 2. sætið, upp fyrir KA sem nú er í 3. sætinu með 24 stig úr 11 leikjum. Þróttarar hafa stigi meira.

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00