Fara í efni
Umræðan

Síðustu forvöð að fá bólusetningu fyrir frí

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN)  fær um 4.000 skammta bóluefnis í vikunni. Á Akureyri er bólusett á Slökkvistöðinni sem fyrr. Rétt er að vekja athygli á að Opinn dagur verður á fimmtudaginn, þar sem 18 ára og eldri geta mætt 

Efni frá Pfizer verður m.a. notað í seinni bólusetningu þeirra sem fengu það 9. júní og fyrr. Að þessari viku lokinni verður ekki boðið upp á fyrri bólusetningu með Pfizer fyrr en í ágúst, með nokkrum undantekningum í næstu viku fyrir 18 ára og yngri.

HSN minnir á að mikilvægt sé að fólk mæti í seinni bólusetningu þegar það fær boð þar um.

„Við gerum ráð fyrir að seinni bólusetningar verði búnar um og eftir miðjan júlí og þá verður hlé á bólusetningum að jafnaði fram í miðjan ágúst. Bólusetningar verða þá með breyttu sniði og verður fyrirkomulagið og nánari dagsetning auglýst þegar nær dregur,“ segir í tilkynningu frá HSN.

Þriðjudaginn 29. júní – Seinni Astra Zeneca bólusetning fyrir þá sem fengu fyrri bólusetningu 29. apríl og fyrr. Ef fólk vill flýta bólusetningum eða er að koma einhversstaðar að getur það komið klukkan 15.30 og athugað stöðuna. Bólusett verður frá klukkan 12.00 til 16.00.

Miðvikudaginn 30. júní – Seinni bólusetning þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 9. júni og fyrr. Ekki verður hægt að fá fyrri bólusetningu, nema þeir sem eru 16 til 18 ára, fæddir 2003, 2004 eða 2005, og þeir sem eru í skilgreindum áhættuhópi 12 til 15 ára. Þetta eru síðustu forvöð fyrir þann hóp að hefja bólusetningu þangað til þær hefjast á ný í ágúst. Bólusett verður frá klukkan 9.00 til 14.00. HSN bendir á að þeir sem verða á ferðalagi geti komið um klukkan 13.30 og athugað hvort sé laust pláss til þess að fá seinni skammt.

Fimmtudaginn 1. júlíOpinn dagur með Janssen bóluefni frá klukkan 9.00 til 11.00 – 18 ára og eldri geta mætt. HSN bendir á að þetta séu síðustu forvöð til að fá bólusetningu fyrir sumarfrí starfsmanna HSN. Þeim, sem vilja fá bólusetningu fyrir sumarfrí, er ráðlegt að koma þennan dag.

  • Þeir sem eru búnir að fá Covid mega núna fá bólusetningu. Þeir sem eru fæddir 2003, 2004 eða 2005 ættu þá að koma og fá bóluefni frá Pfizer á miðvikudaginn og þeir sem eru fæddir 2002 eru velkomnir í Janssen á fimmtudag.

 

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11