Fara í efni
Umræðan

Sex marka tap KA fyrir Fram í Reykjavík

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var atkvæðamestur í sókninni hjá KA í kvöld og gerði 11 mörk. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði í kvöld með sex marka mun fyrir Fram, 34:28, í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Liðin mættust í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn lengi vel en góður sprettur Framara á lokamínútum varð til þess að þeir voru sex mörkum yfir að honum loknum, 19:13.

KA-menn hófu seinni hálfleikinn gríðarlega vel og minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar. Þeir náðu hins vegar aldrei að jafna og eftir miðjan hálfleikinn dró sundur með liðunum á ný. 

Einar Rafn Eiðsson lék ekki með KA vegna meiðsla, að því er segir á handboltavef Íslands, handbolti.is.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 11 (3 víti), Arnór Ísak haddsson 4, Logi Gautason 3, Dagur Árni Heimisson 3, Ott Varik 2, Patrekur Stefánsson 1, Kamil Pedryc 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1.

Varin skot: Nicolai Honrtvedk kristensen 14 (2 víti) - 33,3%, Bruno Bernat  4 - 40%

Að sex umferðum loknum er KA í neðsta sætinu með tvö stig. Næsti leikur er næsta fimmtudagskvöld þegar HK kemur í heimsókn í KA-heimilið.

Leikskýrslan

Smellið hér til að sjá umfjöllun handbolta.is um leiki kvöldsins.

Samtal við þjálfara KA: Þannig gáfum við þeim forskotið

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00