Fara í efni
Umræðan

Sex marka tap KA fyrir Fram í Reykjavík

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var atkvæðamestur í sókninni hjá KA í kvöld og gerði 11 mörk. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði í kvöld með sex marka mun fyrir Fram, 34:28, í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Liðin mættust í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn lengi vel en góður sprettur Framara á lokamínútum varð til þess að þeir voru sex mörkum yfir að honum loknum, 19:13.

KA-menn hófu seinni hálfleikinn gríðarlega vel og minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar. Þeir náðu hins vegar aldrei að jafna og eftir miðjan hálfleikinn dró sundur með liðunum á ný. 

Einar Rafn Eiðsson lék ekki með KA vegna meiðsla, að því er segir á handboltavef Íslands, handbolti.is.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 11 (3 víti), Arnór Ísak haddsson 4, Logi Gautason 3, Dagur Árni Heimisson 3, Ott Varik 2, Patrekur Stefánsson 1, Kamil Pedryc 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1.

Varin skot: Nicolai Honrtvedk kristensen 14 (2 víti) - 33,3%, Bruno Bernat  4 - 40%

Að sex umferðum loknum er KA í neðsta sætinu með tvö stig. Næsti leikur er næsta fimmtudagskvöld þegar HK kemur í heimsókn í KA-heimilið.

Leikskýrslan

Smellið hér til að sjá umfjöllun handbolta.is um leiki kvöldsins.

Samtal við þjálfara KA: Þannig gáfum við þeim forskotið

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00