Fara í efni
Umræðan

Sameinast í friðarstund í Hrísey á morgun

Hópur kvenna stendur fyrir viðburði í Hrísey á morgun, sunnudag, þar sem sent verður út friðarákall úr norðri og kallast á við Friðarsúluna í Viðey.

„Sameinumst í friðarstund úti í Hrísey sunnudaginn 6. október. Samveran á sér stað utandyra og því hvetjum við öll til að klæðast eftir veðri og jafnvel að taka með nesti,“ segir í tilkynningu frá hópnum. „Eigum saman notalega stund og sendum hlýjar kveðjur og kærleiksstrauma út í kosmósið. Við munum ganga saman frá ferjunni að áfangastað en eins og flest vita þá er Hrísey sannkölluð orkuperla. Við munum hlýða á bæði hugvekju og söng. Hvetjum öll til að koma og vera með okkur. Kærleikskveðjur.“

Hópurinn mun hittast í ferjunni á bryggjunni á Árskógsströnd. Ferjan fer þaðan kl. 13.30. Hún fer á tveggja tíma fresti og heimferð verður því á valdi hvers og eins. Sundlaugin er opin að því er segir í kynningunni, „þar sem hægt er að láta líða úr sér og njóta, en ekki þjóta...“

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00