Fara í efni
Umræðan

Gleðin var við völd á Hinsegin hátíð í Hrísey

Myndir af Facebook síðu Akureyrarbæjar

Fjölbreytileikanum var fagnað í Hrísey á laugardaginn í gleðigöngu, sem var hluti af Hinsegin dögum í eyjunni. Gleðin var sannarlega við völd, m.a. í árlegri gleðigöngu þar sem útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars – Sigurður Þorri Gunnarsson – hélt uppi stuðinu. Siggi var á stóra vagninum sem dreginn af dráttarvélvar í fararbroddi og var síðan kynnir á hátíðarsvæðinu að göngunni lokinni.

Hríseyingar hafa í nokkur ár haldið Hinsegin hátíð en sveitarfélög á Norðurlandi eystra sameinuðust um hátíðina í ár, frá 18. til 22. júní og var fjölbreytt dagskrá í boði víða í landsfjórðungnum. 

„Hátíðin fagnar fjölbreytileika og eflir sýnileika LGBTQ+ samfélagsins með því að skapa opið og öruggt samfélag fyrir alla íbúa og gesti. Með viðburðum um allt Norðurland eystra gefst tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð, styðja jafnrétti og fjölbreytni og tengjast nýjum hópum,“ sagði á vef hátíðarinnar.

Meðfylgjandi myndir frá gleðigöngunni í Hrísey voru birtar á Facebook síðu Akureyrarbæjar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars – Sigurður Þorri Gunnarsson – í Hrísey á laugardaginn.

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00