Fara í efni
Umræðan

Krefja Vegagerðina um rök fyrir hækkun gjalds

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með hækkun á gjaldskrá Hríseyjarferjunnar Sævars sem Vegagerðin hefur boðað frá og með næstu mánaðamótum. Kallað verður eftir rökstuðningi Vegagerðarinnar.

Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar í dag og eftirfarandi bókað: 

Bæjarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með boðaða hækkun á gjaldskrá Hríseyjarferjunnar Sævars, þar sem gert er ráð fyrir að fargjald fullorðinna í upphringiferðir rúmlega tvöfaldist og fargjald ungmenna, öryrkja og ellilífeyrisþega í sömu ferðir rúmlega fjórfaldist. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kalla eftir rökstuðningi hjá Vegagerðinni. 

Eins og Akureyri.net greindi frá í morgun eru eyjarskeggjar eru afar ósáttir við hækkunina, aðallega á svokölluðum upphringiferðum. Það eru ferðir sem mögulegar eru á ákveðnum tímum, en skipið siglir þó ekki nema sérstaklega hafi verið óskað eftir því.

Fullt upphringigjald er nú 1.700 krónur en fer upp í 3.700 krónur fyrir alla farþega, 12 ára og eldri.

  • Fram að þessu hafa 12-15 ára og örorku- og ellilífeyrisþegar greitt hálft gjald fyrir þessa þjónustu, 850 kr.
  • Er þetta verðhækkun um 117,6% miðað við almenna fargjaldið og 362,5% miðað við gjald barna, aldraðra og öryrkja.

Frétt Akureyri.net í morgun: Mikil hækkun gjalds í Hríseyjarferjuna

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00