Fara í efni
Umræðan

Falleg gönguleið og „flugstöðin“ endurbætt

Mynd: María H. Tryggvadóttir

Framkvæmdir við gönguleið á vesturströnd Hríseyjar sem hófust í haust hafa gengið vonum framar og standa vonir til að hægt verði að klára það fyrir sumarið.

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að gönguleiðin bæti aðgengi, upplifun og öryggi notenda og aðlagi svæðið að fjölbreyttari útivistarhópum, eins og göngu-, hjóla-, sjósunds- og fuglaáhugafólki.

„Bláa gönguleiðin verður bætt með því að færa hluta leiðarinnar á vesturströndinni uppá bakkana frá veginum. Auk þess verður leiðin merkt, vegvísar settir upp og búnir til áningarstaðir og saga svæðisins gerð aðgengileg með upplýsingaskiltum.“

„Flugstöðin“ sem Hríseyingar kalla svo til gamans; gamalt, stórt strætóstöðvarskýli sem var notað á Akureyri á árum áður. Því var komið fyrir við flugvöllinn í Hrísey og hugmyndin er að setja bekk beggja vegna við glerið þannig að sama hvort blæs úr norðri eða suðri verður hægt að tilla sér þarna í skjóli með flott útsýni.

Þá verður aðgengi að sjósundaðstöðu við helstu sandfjöru eyjarinnar einnig bætt með stígagerð niður að sjó, að því er segir í tilkynningunni, „flugstöð“ eyjarinnar gerð að skjólsælum áningarstað auk þess sem gamalli steypuþró verður breytt þannig að hugað verður að öryggi og þar búinn til myndrænn viðkomustaður. Að auki verður sögulegum upplýsingum safnað og miðlað og gömlu efnistökusvæði breytt í vin fyrir bæði fugla og gesti.

„Flugstöðin“ er gamalt strætóstöðvarskýli sem lengi var notað á Akureyri en var komið fyrir við flugvöllinn í Hrísey; grasi vaxna braut sem ekki er mikið notuð en einstaka flugvél hefur lent þar síðustu ár.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á liðnu ári styrk upp á 11 milljónir vegna verkefnisins „Hrísey – eins og fætur toga“. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun Norðurlands og fellur vel að markmiðum sjóðsins um náttúruvernd og öryggi, segir á vef bæjarins.

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00