Fara í efni
Umræðan

Ráðstefna í Hofi um breyttar ferðavenjur

Evrópska samgönguvikan

Breyttar ferðavenjur er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Hofi í dag, í tilefni evrópsku samgönguvikunnar, sem Akureyri.net hefur fjallað töluvert um. Það eru Akureyrarbær og Vistorka sem standa fyrir viðburðinum.

Ráðstefnan hefst klukkan 14.00.

Flutt verða nokkur erindi um göngu- og hjólastíga á Akureyri, í Reykjavík, Danmörku og Hollandi. Auk þess verða sagðar tvær stuttar reynslusögur; Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðustofu Íslands, segir frá reynslu sinni af því að nota svokallað rafmagns Cargo-hjól og síðan mun Edward H. Huijbens prófessor við háskólann í Wageningen í Hollandi og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri segja frá sinni reynslu af því að hjóla á Akureyri og í Hollandi.

DAGSKRÁIN:

  • Stígar við þjóðvegina – Rúna Ásmundsdóttir og Margrét Silja Þorkelsdóttir
  • Rafmagns Cargo-hjól – Elín Björk Jónasdóttir
  • Stígar í Hollandi og Danmörku í samanburði við Ísland – Thijs Kreukels og Lilja G. Karlsdóttir
  • Að hjóla í Hollandi og á Íslandi – Edward H. Huijbens
  • Göngu- og hjólastígakerfi Akureyrar – Pétur Ingi Haraldsson og Rut Jónsdóttir

Ráðstefnunni verður streymt á netinu – hér.

Evrópsku samgönguvikunni lýkur formlega með bíllausa deginum á morgun, fimmtudaginn 22. september.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50