Fara í efni
Umræðan

Hvernig gekk Ásthildi að fara um í hjólastól?

Evrópska samgönguvikan stendur nú yfir, yfirskrift hennar að þessu sinni er „Samgöngur fyrir öll“ og aðalviðburður vikunnar á Akureyri verður í dag: „aðgengisstroll“ sem Sjálfsbjörg á Akureyri, Virk efri og Akureyrarbær halda. Þá munu bæjarfulltrúar fara í hjólastól frá túninu við LYST í Lystigarðinum að bílaplaninu við Íþróttahöllina, um 400 metra leið. Lagt verður af stað úr Lystigarðinum kl. 16.30.

Á Facebook síðu Sjálfsbjargar á Akureyri má sjá athyglisvert myndband af Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra, þar sem hún reynir að fara ferða sinna í hjólastól. Linda Egilsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á Akureyri, er með í för.

Á bílaplaninu við Íþróttahöllina verður boðið upp á grillaðar pylsur og samtal um upplifun þátttakenda. Þar verður einnig aðgengilegur strætisvagn til sýnis og gestum gefst tækifæri til að prófa að fara yfir minni hindranir í hjólastól undir leiðsögn Sjálfsbjargar. Bæjarfulltrúar munu fara leiðina í hjólastólum sem Sjálfsbjörg útvegar og öðlast þannig innsýn í daglega reynslu fólks með skerta hreyfigetu.

  • Hver sem er velkominn, hvort sem er í Lystigarðinn til þess að ganga með hópnum að Íþróttahöllinni, eða að Höllinni þar sem hægt verður að ræða saman um aðgengi og hindranir í nærumhverfinu.
  • Aðgengisstrollið miðar að því að vekja athygli á aðgengismálum og mikilvægi þess að allir geti farið leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt.
  • „Búist er við að mörg sem nota hjálpartæki taki þátt – og við hvetjum einnig alla aðra til að fara leiðina með okkur,“ segir í tilkynningu „Bæjarfulltrúar munu fara leiðina í hjólastól sem Sjálfsbjörg útvegar og öðlast þannig einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í daglega reynslu fólks með skerta hreyfigetu.“
  • „Öll eru velkomin til að taka þátt og nota tækifærið til að eiga í beinu samtali við bæjarbúa um aðgengi og hindranir í nærumhverfinu“, segir í frétt Akureyrarbæjar um viðburðinn.
  • Vert er að geta þess að alla stendur yfir skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldur. Með því að leysa verkefni tengd hreyfingu og útivist er hægt að safna stigum og senda mynd af fjölskyldunni í útivist ásamt stigafjölda á netfangið samgonguvika@akureyri.is.
  • Allar fjölskyldur sem taka þátt fara í happdrættispott og geta unnið lýðheilsukort fyrir alla fjölskylduna auk fjölda annarra vinninga. Dregið verður þriðjudaginn 23. september.
  • Vikunni lýkur með bíllausa deginum mánudaginn 22. september og eru bæjarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og velja í staðinn vistvænar samgöngur.

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30