Fara í efni
Umræðan

Margir taka þátt í bíllausa deginum

Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir

Evrópska samgönguvikan

Evrópsku samgönguvikunni lýkur á morgun og lokahnykkurinn er bíllausi dagurinn. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur, skilja einkabílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta. „Á Akureyri eru kjöraðstæður til að skilja einkabílinn eftir heima enda eru vegalengdir stuttar og veður oftast gott,“ segir í tilkynningu.

Í tilefni dagsins verður ókeypis í Sundlaug Akureyrar fyrir þá sem mæta gangandi, hjólandi, hoppandi eða með strætó. Auk þess verður ekkert startgjald á rafskútum frá HOPP.

Ýmsir skólar, leikskólar, stofnanir og fyrirtæki hafa nú þegar staðfest þátttöku í deginum. Má þar nefna Menntaskólann á Akureyri, Brekkuskóla, Giljaskóla, Glerárskóla, Kiðagil, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norðurorku. „Þar mun starfsfólk og nemendur nota aðra samgöngukosti en einkabílinn til og frá vinnu og skóla. Háskólinn á Akureyri tekur þátt í umhverfisátaki allan september og hélt sinn bíllausa dag á mánudaginn.“

Bíllausi dagurinn er lokahnykkurinn á Evrópskri samgönguviku sem fer fram árlega 16. til 22.september. Yfirskrift samgönguvikunnar ár er Veljum fjölbreytta ferðamáta.

Þess má geta að í tilefni samgönguviku hefur verslunarmiðstöðin Glerártorg staðsett nýja hjólastanda við alla innganga hjá sér auk þess sem að HOPP er komið með aðstöðu.

Akureyringar eru hvattir til að deila á samfélagsmiðlum mynd af sér á vistvænni og heilsusamlegri ferð á bíllausa daginn með myllumerkjunum #mobilityweek #hallóakureyri og #hjolak.

Nánari upplýsingar um evrópsku samgönguvikuna: https://mobilityweek.eu/home/

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00