Fara í efni
Umræðan

Óskiljanlegt að hefja sameiningar á Akureyri

Logi Einarsson alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi segir óskiljanlegt að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skuli ætla að hefjast handa á Akureyri við það verkefni að sameina framhaldsskóla í landinu.

Logi segir málið að sjálfsögðu ekki síst snúast um börnin, skólana tvo og hverjar afleiðingarnar verði muni þeir sameinast, en byggðarök vegi einnig þungt. Í grein á Akureyri.net í dag segir Logi að sé „ábyrgðarhluti að veikja meðvitað öflugasta byggðakjarnann utan höfuðborgarsvæðisins.“

Logi segir einnig meðal annars:

„Ráðherra reyndi lengi vel að klæða þessi áform sín í faglegan búning og tíundaði hversu mikið framfaraspor þau væru fyrir skólasamfélagið á Akureyri. Fljótlega viðurkenndi ráðherra þó að hvatinn væri fyrst og fremst sparnaður, enda hafi honum ekki tekist að sannfæra fjármálaráðherra um að leggja til það fjármagn sem skólarnir þurfa til að sinna skyldum sínum og sækja enn frekar fram. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi, tók hann svo af öll tvímæli um að svo væri.“

Smellið hér til að lesa grein Loga

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00