Fara í efni
Umræðan

Óskiljanlegt að hefja sameiningar á Akureyri

Logi Einarsson alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi segir óskiljanlegt að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skuli ætla að hefjast handa á Akureyri við það verkefni að sameina framhaldsskóla í landinu.

Logi segir málið að sjálfsögðu ekki síst snúast um börnin, skólana tvo og hverjar afleiðingarnar verði muni þeir sameinast, en byggðarök vegi einnig þungt. Í grein á Akureyri.net í dag segir Logi að sé „ábyrgðarhluti að veikja meðvitað öflugasta byggðakjarnann utan höfuðborgarsvæðisins.“

Logi segir einnig meðal annars:

„Ráðherra reyndi lengi vel að klæða þessi áform sín í faglegan búning og tíundaði hversu mikið framfaraspor þau væru fyrir skólasamfélagið á Akureyri. Fljótlega viðurkenndi ráðherra þó að hvatinn væri fyrst og fremst sparnaður, enda hafi honum ekki tekist að sannfæra fjármálaráðherra um að leggja til það fjármagn sem skólarnir þurfa til að sinna skyldum sínum og sækja enn frekar fram. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi, tók hann svo af öll tvímæli um að svo væri.“

Smellið hér til að lesa grein Loga

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00