Fara í efni
Umræðan

Öflugur Þórssigur gegn Sindra á Höfn

Tim Dalger var stigahæstur í Þórsliðinu í kvöld með 20 stig. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik vann átta stiga sigur á útivelli gegn Sindra á Höfn í Hornafirði í kvöld og lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar. 

Þórsarar leiddu með átta stigum eftir fyrri hálfleikinn og sá varð einnig munurinn þegar upp var staðið. Sindri vann þriðja leikhlutann með fimm stigum, en Þór þann fjórða með sama mun. 

Tim Dalger var stigahæstur Þórsara með 20 stig, en hjá heimamönnum var það Benjamin Lopez sem skoraði 21 stig og tók 18 fráköst. 

  • Gangur leiksins: Sindri - Þór (18-18) (13-21) 31 - 39 (15-10) (18-23) 64-72
  • Byjunarlið Þórs: Andrius Globys, Orri Már Svavarsson, Reynir Bjarkan Róbertsson, Tim Dalger, Veigar Örn Svavarson..
  • Staðan í deildinni
  • Ítarleg tölfræði leiksins

Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar

  • Tim Dalger 26 - 11 - 0 - 20 framlagsstig
  • Reynir Bjarkan Róbertsson 10 - 13 - 1
  • Andrius Globys 9 - 7  - 1
  • Orri Már Svavarsson 8 - 10 - 3
  • Veigar Örn Svavarsson 8 - 4 - 0
  • Smári Jónsson 6 - 5 - 2
  • Andri Már Jóhannesson 5 - 4 - 1

Þórsarar eru í 6. sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, hafa unnið sex leiki og tapað sjö. Þórsarar töpuðu fyrri viðureigninni gegn Sindra í haust með einu stigi á heimavelli og eru því með betri árangur í innbyrðis viðureignum þessara liða. Sindri er tveimur sætum ofar en Þór, en hefur unnið þremur leikjum meira.

Vinstra vor í Akureyrarbæ

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 21:00

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00