Fara í efni
Umræðan

Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar

Þessir kappar drógu bryggjuna ekki alla leið út í eyju - en lögðu hönd á plóg síðasta spölinn! Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna út í eyju frá Akureyri og tók ferðin um 8 og hálfa klukkustund. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Bryggjan er 25 metra löng og leysir eldri og úr sér gengna bryggju af hólmi. „Mikil þörf var á að fá nýja flotbryggju enda er hún mikið notuð, m.a. fyrir minni fiskibáta og fyrir léttabáta skemmtiferðaskipa en staðfest er að 51 skemmtiferðaskip kemur til Grímseyjar næsta sumar. Í fyrra komu 42 skemmtiferðaskip til eyjarinnar og þeim mun því fjölga um 21%,“ segir á vef bæjarins.

Uppsetning á nýju bryggjunni fór fram í gær með aðstoð dráttarbátsins Sleipnis. Margir aðrir komu að verkinu, m.a. Hafnasamlag Norðurlands, Köfunarþjónustan, Steypustöðin Dalvík ehf. og Rafeyri ehf.

Vefur Akureyrarbæjar

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45