Fara í efni
Umræðan

Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar

Þessir kappar drógu bryggjuna ekki alla leið út í eyju - en lögðu hönd á plóg síðasta spölinn! Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna út í eyju frá Akureyri og tók ferðin um 8 og hálfa klukkustund. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Bryggjan er 25 metra löng og leysir eldri og úr sér gengna bryggju af hólmi. „Mikil þörf var á að fá nýja flotbryggju enda er hún mikið notuð, m.a. fyrir minni fiskibáta og fyrir léttabáta skemmtiferðaskipa en staðfest er að 51 skemmtiferðaskip kemur til Grímseyjar næsta sumar. Í fyrra komu 42 skemmtiferðaskip til eyjarinnar og þeim mun því fjölga um 21%,“ segir á vef bæjarins.

Uppsetning á nýju bryggjunni fór fram í gær með aðstoð dráttarbátsins Sleipnis. Margir aðrir komu að verkinu, m.a. Hafnasamlag Norðurlands, Köfunarþjónustan, Steypustöðin Dalvík ehf. og Rafeyri ehf.

Vefur Akureyrarbæjar

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00