Fara í efni
Umræðan

Mun vanta 9.000 sérfræðinga?

Í heimsókn minni á Iðnaðarsafnið á Akureyri á dögunum fékk ég góða áminningu um það hversu kröftugt og lifandi atvinnulífið á Akureyri hefur verið í gegnum tíðina. Hér var nánast allt framleitt og unnið sem þörf var á og má með sanni segja að frumkvöðlar hafi verið á hverju strái. Nú sem fyrr eru hér mörg leiðandi fyrirtæki á sínum sviðum og undirstöður sterkar.

Störf án staðsetninga

Í heimi þar sem stafrænar umbreytingar og hraði tækniframfara er mikill er mikilvægt að við tryggjum að sami kraftur og framsækni sé til staðar í samfélaginu okkar því tækifærin eru mörg og með aukinni stafrænni þróun skiptir staðsetning alltaf minna og minna máli. Eitt af stefnumálum okkar í L-listanum er að koma hér á fót aðstöðu fyrir störf án staðsetninga. Við teljum að hraðar breytingar í þessa átt skapi tækifæri fyrir fólk að flytja til okkar, hvort sem er að utan, að sunnan eða frá öðrum svæðum. Með því að búa til aðlaðandi starfsumhverfi teljum við að margir horfi til þess að búa í okkar fjölskylduvæna og frábæra umhverfi.

Verk- og tækninám norður

Ég tel það afar mikilvægt skref til næstu ára að fá verk-og tækninám norður. Þetta eru greinar sem munu vaxa hratt á komandi árum og mikilvægt fyrir fyrirtæki á svæðinu að hafa aðgengi að mannauð með slíka menntun. Umhverfi fyrirtækja í dag er síbreytilegt og hraði tækniframfara mikill. Fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum mun hraðar en áður til að standast alþjóðalega samkeppni. Hugverkaiðnaður er vaxtatækifæri á alþjóðavísu og í nýlegri greiningu Samtaka iðnaðarins kemur í ljós að um 9.000 sérfræðinga muni vanta næstu 5 árin ef vaxtaáætlanir fyrirtækja í hugaverkaiðnaði eiga að ganga eftir.

Nýsköpun og frumkvöðlar

Við þurfum að efla og styðja við umhverfi fyrir nýsköpun og frumkvöðla. Búa til kraftmikið umhverfi þar sem frumkvöðlar, fyrirtæki, sveitarfélagið og skólasamfélagið sameinar krafta sína. Hvetja frumkvöðla til dáða og vera ávallt með opin eyrun fyrir nýjum hugmyndum og tækifærum. Margt gott hefur gerst á svæðinu á undanförnu en ég tel að það sé mikilvægt að efla og setja enn meiri kraft í þennan málaflokk svo bærinn okkar nái að þróast og dafna um ókomna tíð.

Gunnar Líndal Sigurðsson er oddviti L-listans.

Kæra Sambíó

Arnar Már Arngrímsson skrifar
14. mars 2025 | kl. 17:30

Uppbygging hjúkrunarheimila á Íslandi – Hvað liggur fyrir?

Ingibjörg Isaksen skrifar
14. mars 2025 | kl. 13:45

Óvissa þegar heimilisbókhaldið gengur ekki upp

Eiður Stefánsson skrifar
13. mars 2025 | kl. 18:00

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00