Fara í efni
Umræðan

Mjög vinsælt góðgerðar- og menningarkaffihús

Fjölbreytt bakkelsi var í boði. Þessir nemendur voru við afgreiðslu þegar Akureyri.net bar að garði. Frá vinstri: Júlíana Rós Þorsteinsdóttir, Breki Ingimar Chang Heimisson og Katrín Tinna Margeirsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Nemendur 5. bekkjar Síðuskóla höfðu opið góðgerðar- og menningarkaffihús í tvær klukkustundir síðdegis í gær í matsal skólans við miklar vinsældir. Um tíma var nánast fullt úr úr dyrum! Kaffihúsið er hluti barnamenningarhátíðar sem stendur yfir á Akureyri.

Selt var inn og þeir sem keyptu aðgang gátu borðað og drukkið af hjartans lyst. Á boðstólum var fjölbreytt og fallegt bakkelsi sem börnin höfðu útbúið sjálf, einnig ýmsir drykkir, þar á meðal kakó með rjóma, og svo var vitaskuld boðið upp á margskonar tónlistaratriði þannig að stemningin var sérlega skemmtileg.

Nemendur höfðu einnig til sölu listmuni af ýmsu tagi og annan varning sem þeir útbjuggu á síðustu vikum.

Kaffihúsið stóð sannarlega undir nafni; enginn varð svikinn af menningarhlutanum, veitingunum og tónlistinni, hvað þá listmununum, og síðar verður tilkynnt hvernig góðgerðarhlutinn gekk. Allur ágóði af samkomunni í gær verður nefnilega færður Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri að gjöf við fyrsta tækifæri og miðað við aðsóknina í gær ætti heimsóknin þangað að verða mjög ánægjuleg.

Þær skenktu kakó og vel af rjóma. Frá vinstri: Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir, Birta Ýr Sævarsdóttir og Tinna Ósk Pálsdóttir.

Boðið var upp á fjölbreytt tónlistaratriði. Anton Gauti Eðvarðsson mundar hér gítarinn.

Fannar Kolbeinn Sævarsson og Tristan Andri Knutsen seldu aðgöngumiða á kaffihúsið.

Krakkarnir seldu ýmsa muni sem þau höfðu búið til, m.e. þessir strákar. Frá vinstri: Kristján Daði Ómarsson, Breki Hrafn Sveinsson og Ásgeir Örn Ævarsson.

Eyrnalokkar af ýmsu tagi voru til sölu í gær.

Stóri flöskupokar sem krakkarnir höfðu saumað voru til sölu ásamt ýmsu öðru áhugaverðu.

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15