Fara í efni
Umræðan

Mjög vinsælt góðgerðar- og menningarkaffihús

Fjölbreytt bakkelsi var í boði. Þessir nemendur voru við afgreiðslu þegar Akureyri.net bar að garði. Frá vinstri: Júlíana Rós Þorsteinsdóttir, Breki Ingimar Chang Heimisson og Katrín Tinna Margeirsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Nemendur 5. bekkjar Síðuskóla höfðu opið góðgerðar- og menningarkaffihús í tvær klukkustundir síðdegis í gær í matsal skólans við miklar vinsældir. Um tíma var nánast fullt úr úr dyrum! Kaffihúsið er hluti barnamenningarhátíðar sem stendur yfir á Akureyri.

Selt var inn og þeir sem keyptu aðgang gátu borðað og drukkið af hjartans lyst. Á boðstólum var fjölbreytt og fallegt bakkelsi sem börnin höfðu útbúið sjálf, einnig ýmsir drykkir, þar á meðal kakó með rjóma, og svo var vitaskuld boðið upp á margskonar tónlistaratriði þannig að stemningin var sérlega skemmtileg.

Nemendur höfðu einnig til sölu listmuni af ýmsu tagi og annan varning sem þeir útbjuggu á síðustu vikum.

Kaffihúsið stóð sannarlega undir nafni; enginn varð svikinn af menningarhlutanum, veitingunum og tónlistinni, hvað þá listmununum, og síðar verður tilkynnt hvernig góðgerðarhlutinn gekk. Allur ágóði af samkomunni í gær verður nefnilega færður Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri að gjöf við fyrsta tækifæri og miðað við aðsóknina í gær ætti heimsóknin þangað að verða mjög ánægjuleg.

Þær skenktu kakó og vel af rjóma. Frá vinstri: Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir, Birta Ýr Sævarsdóttir og Tinna Ósk Pálsdóttir.

Boðið var upp á fjölbreytt tónlistaratriði. Anton Gauti Eðvarðsson mundar hér gítarinn.

Fannar Kolbeinn Sævarsson og Tristan Andri Knutsen seldu aðgöngumiða á kaffihúsið.

Krakkarnir seldu ýmsa muni sem þau höfðu búið til, m.e. þessir strákar. Frá vinstri: Kristján Daði Ómarsson, Breki Hrafn Sveinsson og Ásgeir Örn Ævarsson.

Eyrnalokkar af ýmsu tagi voru til sölu í gær.

Stóri flöskupokar sem krakkarnir höfðu saumað voru til sölu ásamt ýmsu öðru áhugaverðu.

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00