Fara í efni
Umræðan

Hetjuþemadagar í Hlíðarskóla

Allar hetjurnar samankomnar. Myndir: hlidarskoli.is

Dagana 15. og 16. október stóðu yfir hetjuþemadagar í Hlíðarskóla. Áður en dagarnir hófust mótuðu allir nemendur sína eigin hugmynd um ofurhetju og hvaða styrkleikar einkenndu hana og hverjir veikleikar hennar væru. Þannig voru nemendur vel undirbúnir fyrir þau skemmtilegu verkefni sem biðu þeirra.

Fimm fjölbreyttar smiðjur voru settar á laggirnar, þar sem nemendur fóru á milli og létu sköpunargáfuna ráða för. Þar voru meðal annars teiknimyndasmiðja, þar sem nemendur bjuggu til sínar eigin teiknimyndir um hetjurnar sínar og kvikmyndasmiðja, þar sem nemendur léku, tóku upp og klipptu saman stutta kvikmyndemendur fóru á milli þeirra. Þá voru líka hönnunarsmiðja og saumasmiðja, þar sem hönnuð spjót, skildir og önnur áhöld og saumaðar skikkjur og grímur. Allt sem hæfði viðkomandi hetjum. Að lokum bjuggu hóparnir til eina sameiginlega ofurhetju sem samanstóð af hetjum allra í hópnum.

Alls konar hetjur voru hannaðar.

Eftir hádegi seinni daginn var efnt til Hetjuleikanna, þar sem nemendur kepptu í fimm skemmtilegum greinum og flestir klæddust þar búningum og báru áhöld sem þeir höfðu hannað, smíðað og saumað. Meðal keppnisgreina voru eggjahlaup, pokahlaup og stígvélakast, auk þess sem raða þurfti texta í hetjulagi rétt saman.

Meðal keppnisgreina á Hetjuleikunum var pokahlaup.

Að lokum horfði allur skólinn á stuttmyndina sem nemendur höfðu tekið þátt í að búa til.

Nemendur og kennarar voru sammála um að þemadagar hefðu verið virkilega skemmtilegir og gaman hafi verið að sjá samfélag skólans koma saman í sköpun, gleði og samvinnu.

Nánar má lesa um Hetjuleikana og sjá myndir frá þeim á vef Hlíðarskóla.

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00