Fara í efni
Umræðan

5. bekkur bjargar jólunum – metsölubók?

Einn rithöfundanna ungu, Benedikt Tumi Tómason, afhendir Margréti Benediktsdóttur, starfsmanni Jólagarðsins, eintak af bókinni í gær. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Forlag 5. bekkinga í Hrafnagilsskóla lætur eina bók aldeilis ekki duga heldur koma hvorki fleiri né færri en 15 titlar út í dag, 4. desember, og verða til sýnis og sölu á Bókmenntahátíð barnanna í Laugarborg í  Eyjafjarðarsveit. Hátíðin, sem hefst klukkan 16 í dag, er samvinnuverkefni Hrafnagilsskóla, Valsárskóla á Svalbarðseyri, Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Verkefnið, sem er undir stjórn rithöfundanna Þórunnar Rakelar Gylfadóttur og Berglindar Ernu Tryggvadóttur, fékk veglegan styrk úr Sprotasjóði Rannís.

Krakkarnir í 5. bekk Hrafnagilsskóla við Jólahúsið í gær ásamt Margréti Benediktsdóttur.

Nemendur í 5.-8. bekk hafa frá því í september unnið við að semja barnabækur og gert allt sem þarf vegna slíks verkefnis, að sögn Guðnýjar Jóhannesdóttur umsjónarkennara 5. bekkjar Hrafnagilsskóla; krakkarnir hafa skrifað, teiknað myndir, séð um hönnun bókarkápu og umbrot, stofnað bókaforlag og gefið því nafn, og útbúið merki forlagsins. „Þetta hefur verið mikil og skemmtileg vinna, krakkarnir eru reynslunni ríkari og afraksturinn er glæsilegur. Við hlökkum mikið til hátíðarinnar í dag og vonumst til að sjá sem flesta. Bækurnar eru hver annarri skemmtilegri og eiga erindi í jólapakkana enda bækur fyrir börn sem skrifaðar eru af börnum,“ segir Guðný Jóhannesdóttir.

Auk bóka hafa nemendur útbúið ýmsar hliðarafurðir sem verða til sölu. Ekki verður posi á staðnum en tekið verður við peningum og boðið upp á millifærslu, að sögn Guðnýjar.

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00