Fara í efni
Umræðan

Misstir þú af sjálfbærniráðstefnu HA?

Háskólinn á Akureyri. Mynd: unak.is

Háskólinn á Akureyri hélt 5. sjálfbærniráðstefnuna í apríl síðastliðnum, þar sem inn- og erlendir sérfræðingar komu saman til að ræða helstu áskoranir og lausnir á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. Þingið var vel sótt, segir í fréttatilkynningu frá HA, bæði á stað og í gegnum streymi, og þar fóru fram líflegar umræður sem undirstrikuðu mikilvægi slíks samráðs- og upplýsingavettvangar. Nú er hægt að nálgast upptöku af viðburðinum og hlýða á ræður og fyrirlestra. Einnig er hægt að lesa öll ágrip erindanna í ritrýnda tímaritinu Nordicum-Mediterraneum.

Viðfangsefni voru víðfem og vöktu athygli sem laðaði að fjölbreytt úrval framsögufólks frá um það bil 10 löndum úr þremur heimsálfum. Breidd umræðuefna sýnir þá alþjóðlegu og þverfaglegu nálgun sem þarf til að efla sjálfbærni í veruleika þar sem áhrif loftlagsbreytinga verða sífellt sýnilegri og nú nýverið einnig vegna alvarlegra ógna í samskiptum ríkja.

Sjálfbærniráðstefna HA að festa sig í sessi

Litið er á þessa auknu aðsókn að þinginu, ásamt gagnlegum umræðum, skýrt merki um að þingið sé að vaxa og eflast – ekki aðeins vegna þess að umhverfismál, og þá sérstaklega loftslagsbreytingar, séu orðin brýn mál í vitund almennings, heldur einnig vegna stöðugrar vinnu skipulagsnefndar við að efla gæði og umfang þingsins frá fyrstu ráðstefnunni árið 2020, segir í frétt á vef HA.

Og í kjölfar ráðstefnu þá er nú þegar hafin undirbúningur að 6. sjálfbærniráðstefnunni við Háskólann á Akureyri.

 

Stækka mynd

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50