HA eykur aðgengi fatlaðs fólks að námi

Haustið 2025 verður diplómanám fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir sett á laggirnar við Háskólann á Akureyri, segir í frétt á vef skólans. Skólinn tekur þarna mikilvægt skref í að auka aðgengi fatlaðs fólks að námi líkt og kveðið er á um í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Um er að ræða 60 eininga, tveggja ára sérsniðið nám fyrir fólk með þroskahömlun á grunnstigi háskólanáms. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í námið og verður þremur umsækjendum boðið að taka þátt í þróunarverkefninu og hefja nám í haust. Óskað er eftir brautryðjendum sem langar að taka þátt í spennandi þróunarverkefni og hefja nám við skólann, segir í fréttinni.
Tvær námslínur eru í boði og hægt er að finna frekari upplýsingar á vef skólans.
Umsóknarfrestur er til 10. júní.


75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Líflínan

Samstaða, kjarkur og þor
