Fara í efni
Umræðan

HA eykur aðgengi fatlaðs fólks að námi

Þremur umsækjendum boðið að taka þátt í þróunarverkefninu sem hefst í haust. Mynd: HA

Haustið 2025 verður diplómanám fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir sett á laggirnar við Háskólann á Akureyri, segir í frétt á vef skólans. Skólinn tekur þarna mikilvægt skref í að auka aðgengi fatlaðs fólks að námi líkt og kveðið er á um í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Um er að ræða 60 eininga, tveggja ára sérsniðið nám fyrir fólk með þroskahömlun á grunnstigi háskólanáms. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í námið og verður þremur umsækjendum boðið að taka þátt í þróunarverkefninu og hefja nám í haust. Óskað er eftir brautryðjendum sem langar að taka þátt í spennandi þróunarverkefni og hefja nám við skólann, segir í fréttinni.

Tvær námslínur eru í boði og hægt er að finna frekari upplýsingar á vef skólans.

Umsóknarfrestur er til 10. júní.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10