Fara í efni
Umræðan

Mikill uppgangur hjá UFA í flokki 15-22 ára

Alexander Breki Buch Jónsson, Sigurlaug Anna Sveinsdóttir og Birnir Vagn Finnsson unnu öll gull á MÍ 15-22 ára. Myndir: UFA

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 15-22 ára var haldið fyrir sunnan helgina 15.-16. febrúar. Ari Jósavinsson, þjálfari UFA, var ánægður með árangur sinna keppenda, en hann segir að það sé sérstaklega ánægjulegt hvað það eru mörg að æfa um þessar mundir. „Þessi aldursflokkur hefur stundum verið kallaður 'brottfallsflokkurinn', þar sem hætta er á að unga fólkið hætti að æfa,“ segir Ari. „En það er alls ekki staðan hjá okkur núna, en u.þ.b. 35 að greiða æfingagjöld í þessum flokki í dag. Fyrir 18 mánuðum voru iðkendur um 20 talsins og árið þar áður voru þau innan við 10.“ 

„Við settum stefnuna á að vinna þetta mót á heimavelli Reykjavíkurliðanna en það tókst ekki að þessu sinni,“ segir Ari. „Birnir Vagn Finnsson meiddist snemma á fyrri degi mótsins og það var mikið skarð fyrir okkur. Ferðin gekk mjög vel, en við fórum með 24 keppendur ásamt einum fararstjóra og þremur þjálfurum suður. Til að taka allt saman þá var árangurinn í stigakeppninni mjög góður þrátt fyrir skakkaföll. UFA varð í 4. sæti í heildarstigakeppninni af 17 félögum og rétt missti af 3. sætinu til Selfoss á lokametrunum, en einn besti árangur UFA í langan tíma.“

Hápunktar mótsins að mati þjálfarans:

  • 15 ára strákar urður Íslandsmeistarar félagsliða með 40 stig
  • 16-17 ára strákar gjörsigruðu sinn flokk með 62 stigum
  • 20-22 ára strákar urðu í 3. sæti í sínum flokki með 36 stig
  • 16-17 ára stúlkur uðru í 4.sæti með 20,5 stig
  • 20-22 ára stúlkur urðru svo í 2.sæti í sínum flokki með 38 stig
  • UFA náði í 36 verðlaun á mótinu 12 gull, 10 silfur og 14 brons
  • Persónulegar bætingar voru 38

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45