Fara í efni
Umræðan

María með tilboð frá þremur erlendum liðum

María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik Þórs/KA gegn Þrótti í fyrrasumar, þar sem hún gerði sigurmarkið. Hún er nær örugglega á leið til útlanda. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Allar líkur eru á að knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros sé á förum frá Þór/KA. Hún hefur fengið tilboð um samning frá þremur erlendum félögum í jafn mörgum löndum skv. heimildum Akureyri.net og það ætti að skýrast fyrr en síðar hvert leiðin liggur.

María Catharina, sem verður tvítug í næsta mánuði, kom fyrst við sögu með meistaraflokki hjá Þór/KA 2018, aðeins 15 ára gömul. Hún á að baki 66 meistaraflokksleiki, flesta með Þór/KA, en einnig þrjá með Hömrunum þegar hún var þar í láni hluta sumars 2019. Hún hefur skorað 10 mörk með meistaraflokki. Þá hefur María verið í yngri landsliðum Íslands og á samtals að baki 29 leiki og þrjú mörk með U19, U17 og U16 landsliðunum.

María Catharina hélt utan til Skotlands í atvinnumennsku á miðju tímabili 2021 þegar hún gerði samning við hið sögufræga félag Celtic. Hún rifti samningi sínum að lokinni leiktíðinni og lék  með Þór/KA á ný frá miðju síðasta sumri.

Viljum við varðveita sögu og minjar?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. mars 2023 | kl. 09:30

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
28. mars 2023 | kl. 12:00

Til Sunnu Hlínar

Hjörleifur Hallgríms skrifar
28. mars 2023 | kl. 06:00

Skipulagsmál á Akureyri, bútasaumur til skamms tíma eða framtíðarsýn?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. mars 2023 | kl. 06:00

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
24. mars 2023 | kl. 11:11

Tækifæri á Akureyrarvelli

Andri Teitsson skrifar
21. mars 2023 | kl. 18:50