Fara í efni
Umræðan

María með tilboð frá þremur erlendum liðum

María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik Þórs/KA gegn Þrótti í fyrrasumar, þar sem hún gerði sigurmarkið. Hún er nær örugglega á leið til útlanda. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Allar líkur eru á að knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros sé á förum frá Þór/KA. Hún hefur fengið tilboð um samning frá þremur erlendum félögum í jafn mörgum löndum skv. heimildum Akureyri.net og það ætti að skýrast fyrr en síðar hvert leiðin liggur.

María Catharina, sem verður tvítug í næsta mánuði, kom fyrst við sögu með meistaraflokki hjá Þór/KA 2018, aðeins 15 ára gömul. Hún á að baki 66 meistaraflokksleiki, flesta með Þór/KA, en einnig þrjá með Hömrunum þegar hún var þar í láni hluta sumars 2019. Hún hefur skorað 10 mörk með meistaraflokki. Þá hefur María verið í yngri landsliðum Íslands og á samtals að baki 29 leiki og þrjú mörk með U19, U17 og U16 landsliðunum.

María Catharina hélt utan til Skotlands í atvinnumennsku á miðju tímabili 2021 þegar hún gerði samning við hið sögufræga félag Celtic. Hún rifti samningi sínum að lokinni leiktíðinni og lék  með Þór/KA á ný frá miðju síðasta sumri.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45