Fara í efni
Umræðan

MA settur stóllinn fyrir dyrnar – óhapp eða meðvituð pólitík?

Menntaskólinn á Akureyri hefur misst fjórðung nemenda og tíunda hluta fjárveitinga síðan nám til stúdentsprófs var stytt. Skólinn kemur verr út úr ferlinu hvað þetta varðar en nokkur annar bóknámsskóli á landinu.

Þetta kemur fram í athyglisverðri grein Hálfdáns Örnólfssonar, kennara og fyrrum aðstoðarskólameistara við Verkmenntaskólann á Akureyri, í grein á Akureyri.net í dag. „Samanburðurinn er sláandi“, segir Hálfdán sem borið hefur saman gögn frá sjö stærstu bóknámsskólum landsins um þróun á heimild skólanna til að taka inn nemendur skv. fjárlögum annars vegar og fjárheimildum hins vegar. Fjárheimildir reiknar hann út á föstu verðlagi með vísitölu neysluverðs.

„Hver er ástæðan fyrir þessari sérstöðu MA?“ spyr Hálfdán. MA hafi reynt að fara sömu leið og aðrir skólar, að fjölga innrituðum nemendum og halda þannig betur í fjárveitingar, en ekki fengið. 

„Er hér um að ræða eitthvert óhapp í ráðuneytinu við meðhöndlun á brothættu reiknilíkani eða er þetta meðvituð pólitík? Er verið að hanna atburðarás?“ spyr Hálfdán.

Smellið hér til að lesa grein Hálfdáns.

Besta kjarabótin er lækkun vaxta

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
08. nóvember 2024 | kl. 19:45

Allt mannanna verk – orkuöryggi á Íslandi

Ingibjörg Isaksen skrifar
08. nóvember 2024 | kl. 19:30

Eflum Háskólann á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
08. nóvember 2024 | kl. 11:00

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla!

Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 12:45

Er heimanám verkfallsbrot?

Stjórn foreldrafélags Lundarskóla skrifar
06. nóvember 2024 | kl. 11:45

Sjúkrahúsið á Akureyri

Logi Einarsson skrifar
05. nóvember 2024 | kl. 10:20