Fara í efni
Umræðan

Loksins! Viðgerðir eru hafnar á Hlíð

Ljósmyndir: Hallur Baldursson

Viðamiklar viðgerðir eru hafnar á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar við Austurbyggð á Akureyri. Lengi hefur verið vitað að hluti húsnæðisins var í mjög slæmu ásigkomulagi, meðal annars vegna myglu. Hluti húsnæðisins hefur verið lokaður síðustu mánuði vegna þess hve heilsuspillandi það var.

„Virkilega ánægjulegt og búið að taka „smá tíma“. Ég fullyrði að einbeittur vilji til góðra verka, sannfæringin að þetta myndi hafast, samstaða, þrautseigja og góða skapið ætíð hafi komið þessu til leiðar,“ skrifaði Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, á Facebook í kvöld þar sem hann birti meðfylgjandi myndir. Heilsuvernd Hjúkrunarheimili  rekur Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri fyrir ríkið.

„Umfangsmestu framkvæmdir í viðhaldi og viðgerðum um árabil á Akureyri munu skila enn betra hjúkrunarheimili fyrir íbúa, aðstandendur og ekki síst starfsmenn. Slagorð Heilsuverndar „því hver dagur er dýrmætur“ á hér vel við. Til hamingju allir !“

Nánar um málið á Akureyri.net síðar.

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00