Fara í efni
Umræðan

Listnámsnemar í VMA sýna afrakstur ársins

Hluti auglýsingar fyrir sýningu útskriftarnema á listnámsbraut VMA 2025. Mynd: VMA

Nemendur á listnámsbraut í VMA bjóða til opnunar á tveimur listasýningum á laugardaginn kemur, 3. maí. Annars vegar er hópur sem hefur stundað nám í kvöldskólanum, en hins vegar útskriftarnemar brautarinnar. Kvöldskólinn sýnir í Deiglunni þar sem opnunin á sýningunni Ólíkar leiðir verður kl 14. Útskriftarnemarnir opna sína sýningu, Bland í Hofi, kl 15 í menningarhúsinu. 

Yfirleitt hafa útskriftarnemar af listnámsbraut í VMA sýnt í Listasafninu, en vegna framkvæmda í Ketilhúsinu sýna þau í Hofi í ár. Til sýnis verða lokaverkefni nemenda.

Kvöldskóli VMA á listnámsbraut er nýr af nálinni, en fyrstu nemendurnir hófu nám síðasta haust. Þau sýna afrakstur ársins í Deiglunni kl 14 á laugardaginn, en sýningin þeirra ber heitið 'Ólíkar leiðir'.  Hér má lesa frétt Akureyri.net um þetta nýja nám og fyrirkomulag þess.

 

Auglýsing nemenda í kvöldskólanum. Sýning þeirra verður opin um helgina, laugardag og sunnudag á milli 14-17 í Deiglunni.

Auglýsing fyrir sýningu útskriftarnemenda á listnámsbraut í VMA. Sýningin verður opnuð í Hofi á laugardaginn kl. 15.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10