Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þá er handboltinn kominn vel af stað og fótboltinn að kveðja. Þórsarar tryggðu sæti sitt í efstu deild að ári og KA sigldi lygnan sjó í efstu
deildinni. Það er þó ekki fyrir hvern sem er að setja sig inn í hið flókna fyrirkomulag sem þar gildir. Liðin eru upp og niður, út og suður og aðeins fyrir stærðfræðinga að halda því til haga.
Í liðinni viku léku bæði handboltalið bæjarins og gekk nokkuð vel. Þór gerði jafntefli í sínum leik, en liðið er nýliði í efstu deild í vetur. Miðað við mannskap ættu Þórsarar að geta haldið sæti sínu í deildinni. Hjá KA hefur Stálmúsin, Andri Snær tekið við liðinu og strax má sjá mikla breytingu frá í fyrra og greinilegt að liðið þarfnaðist sárlega að fá nýtt blóð í hópinn. KA vann ÍR auðveldlega í sínum leik.
Og þá er komið að erindinu. Í fyrra kvartaði ég við KA heimilið fyrir að flagga ekki fyrir leiki liðsins. Hringdi fyrir leik og fékk það svar að það væri svo mikið að gera að ekki væri tími til þess. Og viti menn ekki var flaggað fyrir leikinn gegn ÍR í vikunni. Hins vegar var flaggað fyrir leik KA gegn Vestra á sunnudaginn eins og ávallt er gert fyrir leiki í fótboltanum. Og nú get ég ekki lengur flokkað það sem leti, gleymsku, þreytu eða hvað sem dregið er fram úr erminni þegar handboltinn á í hlut. Það skulu menn á þeim bænum vita að handboltinn í KA hefur lyft félaginu bæði heima og erlendis hærra en fótboltanum.
Það er þó ekki ætlun mín að skapa ríg innan félagsins, en ég krefst þess hins vegar að báðum greinum verði gert jaft undir höfði þegar að því komi að lyfta íslenska fánanum við KA heimilið og það á einnig við um aðrar greinar sem eru á vegum KA.
Með bestu kveðju,
Leibbi
Þorleifur Ananíasson er KA-maður


Byggingarlist fyrir aldraða

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Lýðræðið og kirkjan
