Fara í efni
Umræðan

Leyfa bílasýninguna í Boganum með fyrirvara

Frá bílasýningunni í Boganum í fyrra. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Fræðslu- og lýðheilsuráð hefur samþykkt erindi Einars Gunnlaugssonar, fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, um afnot af íþróttahúsinu Boganum til að halda árlega bílasýningu klúbbsins þann 17. júní í sumar. Ráðið gerir þó fyrirvara um framtíð sýningarinnar á þessum stað.

Í afgreiðslu fræðslu- og lýðheilsuráðs áréttar ráðið „að þegar gervigrasmottan og undirlagið í Boganum verður endurnýjað að þá er horft til þess að vera ekki með bílasýningar og þung tæki á nýju gervigrasi og nýju undirlagi.“

Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um þessa notkun Bogans og til dæmis lagði fræðslu- og lýðheilsuráðs til við afgreiðslu sams konar erindis fyrir 17. júní 2022 að það yrði í síðasta sinn sem bílasýningin yrði haldin í Boganum, nema ásættanleg lausn fáist til að verja gervigrasið, eins og stendur í afgreiðslu ráðsins 25. apríl 2022. Ráðið samþykkti síðan sams konar umsókn um bílasýningu í Boganum árin 2023 og 2024 án frekari athugasemda. 

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45