Fara í efni
Umræðan

Körfubolti: Þórsarar töpuðu fyrir Breiðabliki

Ricardo González, þjálfari Þórsara, fer yfir málin með leikmönnum Þórs í leikhléi gegn Sindra fyrr á árinu. Mynd: Guðjón Andri Gylfason.

Þórsarar máttu þola enn eitt tapið í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir sóttu Breiðablik heim í Kópavoginn í gærkvöld. Lokatölur urðu 101-69. 

Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn lengst af, en Breiðablik nánast allan tímann með forystuna. Smátt og smátt hertu heimamenn tökin, höfðu 19 stiga forskot í leikhléi og unnu að lokum með 32 stigum, 101-69. Christian Caldwel var sem fyrr stigahæstur í Þórsliðinu með 22 stig, en fráköstin óvenju fá hjá erlendu leikmönnunum tveimur, sem að jafnaði eru sterkir á því sviði. Blikar tóku 47 fráköst á móti 32 fráköstum Þórsara, sem voru að auki með 19 tapaða bolta í leiknum. Hjá Blikum var Logi Guðmundsson stigahæstur með 20 stig.

Breiðablik - Þór (29-18) (25-15) 54-33 (29-25) (18-11) 101-69

Helstu tölur leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Christian Caldwell 22/6/3
  • Páll Nóel Hjálmarsson 15/3/0
  • Axel Arnarsson 9/2/4
  • Hákon Hilmir Arnarsson 8/0/2
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 6/2/1
  • Helgi Hjörleifsson 4/2/0
  • Paco Del Aquilla 2/7/1
  • Finnbogi Páll Benónýsson 2/0/1
  • Pétur Cariglia 1/3/2 

Þórsarar eru í 10. sæti deildarinnar með þrjá sigra í 13 leikjum, en Breiðablik er í 2. sæti á eftir Sindra. Þetta eru einmitt þau tvö lið sem Þórsarar hafa átt í höggi við í síðustu tveimur leikjum.

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00