Fara í efni
Umræðan

KA-menn fyrstir til að vinna Fram í Úlfarsárdal

Bruno Bernat stóð í marki KA í seinni hálfleik og var frábær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA varð í dag fyrsta liðið til að sigra Fram í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta á nýlegum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Lokatölur urðu 31:30. KA er þá komið með átta stig að loknum 10 leikjum og er í áttunda sæti, þremur á undan Gróttu. Fram er í öðru sæti deildarinnar.

KA-menn byrjuðu af miklum krafti og létu forystuna aldrei af hendi. Þeir voru einu marki yfir í hálfleik, 15:14, en léku gríðarlega vel í þeim seinni og komust mest sex mörkum yfir, 29:23. Þá voru aðeins sjö mínútur eftir og allt stefndi í mjög öruggan sigur, en spennan komst í hámark í blálokin. Heimamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt, skoruðu m.a. tvisvar í tómt markið eftir að KA-menn ákváðu að leika sjö í sókninni.

Ein­ar Rafn Eiðsson, sem hafði verið frábær í leiknum, skaut yfir úr víti þegar 25 sekúndur voru eftir og munurinn kominn niður í eitt mark. Fram átti því síðustu sóknina, Ólafur Stef­áns­son skaut þegar tvær sekúndur voru eftir en hitti ekki markið.

Sigur KA-strákanna var mjög verðskuldaður þrátt fyrir að munurinn væri ekki meiri í lokin. Liðsheildin var afar öflug en Einar Rafn og Bruno Bernat voru fremstir meðal jafningja; Bruno, sem spilaði seinni hálfleikinn, var frábær.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 12 (2 víti), Einar Birgir Stefánsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Patrekur Stefánsson 4, Dagur Gautason 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Haraldur Bolli Heimisson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 13 (af 26 - 50%), Nicholas Satchwell 8 (22 - 36,4%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30