Fara í efni
Umræðan

Jónatan tekur við Skövde í Svíþjóð

Mynd af heimasíðu Skövde

Jónatan Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta og tekur við starfinu i sumar. Samningurinn gildir til tveggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu sænska félagsins og á vef KA í morgun,

Lið Skövde er eitt það besta í Svíþjóð. Liðið varð í öðru sæti sænsku deildarinnar síðustu tvo vetur en er sem stendur í fimmta sæti.

Borgin Skövde er 150 kílómetrum norðaustan við Gautaborg, á milli vatnanna stóru, Vänern og Vättern.

Á heimasíðu KA er í morgun farið rækilega yfir handboltaferil Jónatans. Smellið hér til að lesa.

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00