Fara í efni
Umræðan

Jöfnunarstöð og brú – eina tilboðinu hafnað

Jöfnunarstoppstöð SVA eins og hún lítur út í útboðsgögnum Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað tilboði í gerð göngu- og hjólabrúar yfir Glerá ásamt jöfnunarstoppstöð fyrir Strætisvagna Akureyrar. 

Fyrir fundi ráðsins núna í vikunni lá niðurstaða úr útboði á verkunum. Aðeins eitt tilboð barst og var það 55% yfir kostnaðaráætlun. Ráðið ákvað því að hafna tilboðinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Hér má sjá staðsetningu væntanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, á móts við núverandi biðstöð SVA gegnt Glerártorgi. Skjáskot úr útboðsgögnum.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsti í lok mars eftir tilboðum í verkin. 

Eins og fram kom í frétt Akureyri.net fyrr í mánuðinum gagnrýndi Sindri S. Kristjánsson (S) stjórnsýsluna við málið þar sem verkið hafði verið boðið út áður en bæjarstjórn hafði formlega samþykkt breytingar á aðal- og deiliskipulagi í tengslum við þessar framkvæmdir. 

Skipulagsbreytingarnar voru samþykktar með sjö atkvæðum á bæjarstjórnarfundi núna í vikunni. 

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00