Fara í efni
Umræðan

Já, það verður kosið um gras

Þau eru hógvær fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist á Akureyri.net fyrr í dag, þegar þau fara yfir forsendur spurningarinnar; Verður kosið um gras?

Þau gleyma að nefna að við annan tveggja gervigrasvalla á KA svæðinu á að reisa 1.000 manna stúku. Undir henni eru þá 600 fermetrar sem á ekki að nota undir sturtu og aðstöðu heldur á að byggja sérstakt hús undir þær fyrir 500 milljónir, húsið er á teikningu á tveimur hæðum þar sem efri hæðin er viðbót við félagsheimili KA. Til viðbótar á svo að reisa vallarhús undir starfsmenn vallarins. Nýr notaður gervigrasvöllur (völlur nr. 3) kemur svo á vestursvæði KA. Fermetrarnir 600 undir stúkunni eru svo óráðstafaðir en heita á planinu geymsla. Þetta sprettur upp á næstu 24 mánuðum eða svo.

En til að svara spurningu Guðmundar Baldvins Guðmundssonar og Evu Hrundar Einarsdóttur; Já, það verður kosið um gras.

Geir Hólmarsson er áhugamaður um íþróttastarf

Grein Guðmundar Baldvins og Evu Hrundar

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00