Fara í efni
Umræðan

Já, það verður kosið um gras

Þau eru hógvær fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist á Akureyri.net fyrr í dag, þegar þau fara yfir forsendur spurningarinnar; Verður kosið um gras?

Þau gleyma að nefna að við annan tveggja gervigrasvalla á KA svæðinu á að reisa 1.000 manna stúku. Undir henni eru þá 600 fermetrar sem á ekki að nota undir sturtu og aðstöðu heldur á að byggja sérstakt hús undir þær fyrir 500 milljónir, húsið er á teikningu á tveimur hæðum þar sem efri hæðin er viðbót við félagsheimili KA. Til viðbótar á svo að reisa vallarhús undir starfsmenn vallarins. Nýr notaður gervigrasvöllur (völlur nr. 3) kemur svo á vestursvæði KA. Fermetrarnir 600 undir stúkunni eru svo óráðstafaðir en heita á planinu geymsla. Þetta sprettur upp á næstu 24 mánuðum eða svo.

En til að svara spurningu Guðmundar Baldvins Guðmundssonar og Evu Hrundar Einarsdóttur; Já, það verður kosið um gras.

Geir Hólmarsson er áhugamaður um íþróttastarf

Grein Guðmundar Baldvins og Evu Hrundar

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifar
26. maí 2024 | kl. 13:45

Þarf forseti Íslands að vera góð manneskja?

Kjartan Ólafsson skrifar
24. maí 2024 | kl. 16:45

Um orkuöryggi og orkuskipti

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
23. maí 2024 | kl. 10:51

Jákvæð sálfræði

Þóra Hjörleifsdóttir skrifar
23. maí 2024 | kl. 10:00

Vanlíðan barna er stöðugt að aukast

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar
22. maí 2024 | kl. 20:30

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Heimir Örn Árnason og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
22. maí 2024 | kl. 20:00