Fara í efni
Umræðan

Íþrótta- og félagsstarf barna í eðlilegt horf

Ekki er lengur talin þörf á setja skorður við æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarfi barna og unglinga á grunnskólaaldri.

Vegna fjölda Covid smita í þessum aldurshópi gaf aðgerðarstjórn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra út þau tilmæli fyrir viku að slíku starfi yrði ýtt til hliðar í viku til að vinna bug á stöðunni og koma í veg fyrir frekari dreifingu smita.

„Fjöldi smita hélt áfram að vaxa og allt að 1300 manns voru í sóttkví á tímabili en nú erum við farin að sjá þróun til betri vegar þó svo að fjöldi smitaðra einstaklinga í umdæminu sé með hæsta móti. Nú um helgina voru 10 smit staðfest en þar af voru aðeins 2 utan sóttkvíar,“ segir í tilkynningu frá lögregluembætinu.

„Það breytir því samt ekki að við hvetjum alla að huga vel að persónulegum smitvörnum og þá sérstaklega þar sem ungmenni koma saman og tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði á slíkum stöðum.

Þá hvetjum við alla sem hafa einhver einkenni um Covid að skrá sig í sýnatöku og foreldra til að eiga stöðugt samtal við börn sín hvað þessi mál varðar og vera ekki að mæta í æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf finni þau til einhverra einkenna.“

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00