Fara í efni
Umræðan

Íbúar á Víðihlíð og þrír starfsmenn í sóttkví

Starfsmaður á Víðihlíð, á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, greindist smitaður af COVID-19 síðdegis í dag og eru íbúar deildarinnar komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum. Starfsmaðurinn sem er smitaður hefur ekki verið í vinnu undanfarna daga.

Lokað er fyrir allar heimsóknir á Víðihlíð meðan á sóttkví stendur, til og með næsta sunnudegi, 17. október að því gefnu að enginn greinist jákvæður í sýnatöku þann dag, að er því er fram kemur á vef Heilsuverndar - hjúkrunarheimila (HH). 

„Viðbragðsáætlun var virkjuð í kvöld og fyrirmælum rakningarteymis fylgt í hvívetna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem íbúar Víðihlíðar þurfa í sóttkví og í annað sinn síðan faraldurinn hófst sem smit hefur áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila Heilsuverndar. Enn sem komið er hefur enginn íbúa smitast hvorki á Hlíð né Lögmannshlíð,“ segir á vef fyrirtækisins.

Aðgerðir á Víðihlíð hafa ekki áhrif á starfsemi annarra heimila þar sem lífið gengur sinn vanagang. Þrátt fyrir að allir íbúar heimilanna séu nú fullbólusettir og því í mun minni áhættu að veikjast en í upphafi faraldurs þá biðlar fyrirtækið til aðstandenda að virða eftirfarandi reglur:

  • Grímuskylda er á aðstandendur og aðra heimsóknargesti.
  • Mælst er til að draga úr tíðni heimsókna og fjölda heimsóknargesta og huga að því að börn og ungmenni eru óbólusett/ óvarin gagnvart mögulegu smiti.
  • Fólk sem kemur í heimsókn sýni varkárni í sóttvörnum og fara eftir þeim sóttvarnarreglum sem gilda í samfélaginu á hverjum tíma.
  • Heimilt er að koma með dýr í heimsókn.
  • Aðstandendur dvelja ekki í sameiginlegum rýmum, fara stystu leið inn og út úr einkarými íbúa.
  • Aðstandendum er óheimilt að koma í heimsókn ef þeir eru með flensulík einkenni.
  • Aðstandendur sem hafa verið erlendis koma ekki í heimsókn á ÖA í 7 daga eftir heimkomuna. Þeim er heimilt að koma í heimsókn á áttunda degi ef PCR próf á landamærum, sýnataka við komuna til landsins og sýnataka 5-6 dögum eftir komuna til landsins eru neikvæðar.
  • Aðstandendum sem hafa umgengist einstaklinga með COVID-19 smit, er óheimilt að koma í heimsókn á HH.
  • Aðstandendum sem hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 7 dagar frá útskrift, er óheimilt að koma í heimsókn á HH.
  • Áfram er mælst til þess að aðstandendur hafi smitrakningar-app Embættis landlæknis í símum sínum.

 

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30