Fara í efni
Umræðan

Hjúkrunarheimili byggt við Þursaholt

Hjúkrunarheimilið verður þar sem rauði hringurinn er dreginn, á horni Krossanesbrautar og Þursaholts. Mynd: Þorgeir Baldursson

Samningur Akureyrarbæjar og ríkisins um uppbyggingu 80 rýma hjúkrunarheimilis við Þursaholt er í höfn. Ekki er ljóst hvenær hafist verður handa en gert ráð fyrir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, komi til Akureyrar síðar í mánuðinum og skrifi undir samkomulagið. Áður hefur komið fram að ríkið hyggst láta einkaaðila byggja og reka hjúkrunarheimilið.

Á sínum tíma var ráðgert að nýtt hjúkrunarheimili yrði við Vestursíðu, norðan hjúkrunarheimilsins Lögmannshlíðar, en ný staðsetning rímar við áform bæjarins um uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara við Þursaholt, í hinum nýja hluta Holtahverfis austan Krossanesbrautar.

Gatnagerðargjöld ekki felld niður

Ríkið gerði upphaflega kröfu þess efnis að Akureyrarbær felldi niður gatnagerðargjöld, forráðamenn bæjarins töldu það stangast á við lög en samþykktu samkomulagið síðastliðið haust með fyrirvara um þetta atriði; í ljósi stöðunnar væri „ákaflega mikilvægt að undirrita fyrirliggjandi samkomulag, með fyrirvara sem lýtur að gatnagerðargjöldunum,“ eins og sagði í frétt Akureyri.net í nóvember. Bæjarráð benti einnig á að mikilvægt væri að leysa úr ólíkum skilningi ríkis og sveitarfélags varðandi gatnagerðargjöldin, án þess að sá ágreiningur tefði uppbyggingu hjúkrunarheimilisins „enda væri það með öllu óboðlegt,“ sagði í fréttinni.

Ríkið greiddi til fjölda ára 85% byggingarkostnaðar hjúkrunarheimila og sveitarfélög 15% en eftir nýlega lagabreytingu greiðir ríkið allan byggingarkostnað.

„Það er mikið fagnaðarefni að þessi samningur hafi náðst við uppbyggingu 80 rýma hjúkrunarheimilis á Akureyri. Mikilvægt er að halda áfram með greiningar á þörfum og tryggja nægjanlegan fjölda rýma til lengri tíma,“ segir í bókun bæjarráðs á síðasta fundi, þar sem samkomulagið var samþykkt.
 

Hjúkrunarheimilið verður þar sem rauði hringurinn er dreginn en ráð gert fyrir uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara þar sem hin bláu húsin eru á myndinni.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00