Fara í efni
Umræðan

Mótmæla staðsetningu smáhúsa í Síðuhverfi

Á sjötta tug athugasemda bárust frá íbúum við auglýsingu um breytt deiliskipulag í Síðuhverfi vegna fyrirhugaðrar byggingar smáhýsa fyrir fólk með fjölþættan geð- og fíkniefnavanda. Nær allar athugasemdirnar eru neikvæðar þar sem íbúar mótmæla þessari skipulagsbreytingu og staðsetningu smáhúsanna. 

Akureyri.net hefur áður fjallað um áform um byggingu smáhúsanna og má í þeirri frétt sjá staðsetningum umrædds skipulagsreits.

Athguasemdirnar eru misítarlegar, en allar með nokkurn veginn sama stefinu. Bent er á nálægð svæðisins við rólegt, öruggt og barnmargt íbúahverfi, nálægð við Síðuskóla og almennt öryggi íbúanna, ekki síst barna í hverfinu. 

Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. Skipulagsfulltrúa var falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir í samráði við starfsmenn velferðarsviðs. 

Þá kemur fram í afgreiðslu skipulagsráðs að ráðið beinir því til skipulagsfulltrúa að gert verði ráð fyrir samskonar landnotkun í deiliskipulagi svæðis milli Kjarnagötu og Naustaborga. Miðað er við að vinna við deiliskipulag þess svæðis fari í gang á næstu mánuðum. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun akureyri.net er einnig unnið að undirbúningi vegna byggingu sams konar búsetuúrræða við Baldursnes og Hlíðarfjallsveg. 

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30