Fara í efni
Umræðan

Mótmæla staðsetningu smáhúsa í Síðuhverfi

Á sjötta tug athugasemda bárust frá íbúum við auglýsingu um breytt deiliskipulag í Síðuhverfi vegna fyrirhugaðrar byggingar smáhýsa fyrir fólk með fjölþættan geð- og fíkniefnavanda. Nær allar athugasemdirnar eru neikvæðar þar sem íbúar mótmæla þessari skipulagsbreytingu og staðsetningu smáhúsanna. 

Akureyri.net hefur áður fjallað um áform um byggingu smáhúsanna og má í þeirri frétt sjá staðsetningum umrædds skipulagsreits.

Athguasemdirnar eru misítarlegar, en allar með nokkurn veginn sama stefinu. Bent er á nálægð svæðisins við rólegt, öruggt og barnmargt íbúahverfi, nálægð við Síðuskóla og almennt öryggi íbúanna, ekki síst barna í hverfinu. 

Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. Skipulagsfulltrúa var falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir í samráði við starfsmenn velferðarsviðs. 

Þá kemur fram í afgreiðslu skipulagsráðs að ráðið beinir því til skipulagsfulltrúa að gert verði ráð fyrir samskonar landnotkun í deiliskipulagi svæðis milli Kjarnagötu og Naustaborga. Miðað er við að vinna við deiliskipulag þess svæðis fari í gang á næstu mánuðum. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun akureyri.net er einnig unnið að undirbúningi vegna byggingu sams konar búsetuúrræða við Baldursnes og Hlíðarfjallsveg. 

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50