Fara í efni
Umræðan

Hertar aðgerðir: 10 mega koma saman!

Mjög hertar aðgerðir vegna Covid-19 taka gildi á miðnætti og gilda í rúmlega hálfan mánuð, til miðvikudags 2. febrúar. „Veruleg herðing,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir fund ríkisstjórnarinnar í hádeginu.

Helstu atriði sem forsætis- og heilbrigðisráðherra ræddu eftir fundinn voru þessi:

  • 10 manns mega koma saman að hámarki. Aðeins eru þrír dagar síðan Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að 20 manna samkomutakmarkanir yrðu áfram í gildi þar til í febrúar. Það var í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, Þórólfs Guðnasonar, en tillögur hans hafa síðan breyst í ljósi stöðunnar.
  • Mikið álag er á starfsólki Landspítalans. „Við gerum það sem gera þarf í þessu til að mæta auknu álagi,“ sagði Willum. Hann nefndi að fólk hefði fengist til starfa á spítalanum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Klíníkinni, úr björgunarsveitum og bakvarðasveit, sem svo er kölluð.
  • Gjalddögum skatta og tryggingagjalds veitingahúsa verður frestað. Rætt verður við fulltrúa ferðaþjónustu og viðburðahaldara. Tillögur varðandi þá starfsemi verða kynntar í næstu viku.
  • Spilasölum og skemmtistöðum sem ekki eru veitingastaðir verður lokað og gripið til lokunarstyrkja á ný.
  • Viðburðir, þar sem fólk framvísar neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófum, verða ekki leyfðir næstu vikurnar.
  • Sundstaðir starfa áfram eins og undanfarið.
  • Engar breytingar verða á starfsemi skóla og frístundaheimila. Willum Þór sagði að staðan í skólum yrði metin daglega.

Uppfært klukkan 14.00 

Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti, segir nú á vef Stjórnarráðsins:

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
  • Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
  • Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi.
  • Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
  • Íþróttakeppni áfram heimil með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
  • Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.

Smellið hér til að lesa reglugerð um breytingarnar

Smellið hér til að lesa minnisblað sóttvarnalæknis

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15