Fara í efni
Umræðan

Hertar aðgerðir: 10 mega koma saman!

Mjög hertar aðgerðir vegna Covid-19 taka gildi á miðnætti og gilda í rúmlega hálfan mánuð, til miðvikudags 2. febrúar. „Veruleg herðing,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir fund ríkisstjórnarinnar í hádeginu.

Helstu atriði sem forsætis- og heilbrigðisráðherra ræddu eftir fundinn voru þessi:

  • 10 manns mega koma saman að hámarki. Aðeins eru þrír dagar síðan Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að 20 manna samkomutakmarkanir yrðu áfram í gildi þar til í febrúar. Það var í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, Þórólfs Guðnasonar, en tillögur hans hafa síðan breyst í ljósi stöðunnar.
  • Mikið álag er á starfsólki Landspítalans. „Við gerum það sem gera þarf í þessu til að mæta auknu álagi,“ sagði Willum. Hann nefndi að fólk hefði fengist til starfa á spítalanum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Klíníkinni, úr björgunarsveitum og bakvarðasveit, sem svo er kölluð.
  • Gjalddögum skatta og tryggingagjalds veitingahúsa verður frestað. Rætt verður við fulltrúa ferðaþjónustu og viðburðahaldara. Tillögur varðandi þá starfsemi verða kynntar í næstu viku.
  • Spilasölum og skemmtistöðum sem ekki eru veitingastaðir verður lokað og gripið til lokunarstyrkja á ný.
  • Viðburðir, þar sem fólk framvísar neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófum, verða ekki leyfðir næstu vikurnar.
  • Sundstaðir starfa áfram eins og undanfarið.
  • Engar breytingar verða á starfsemi skóla og frístundaheimila. Willum Þór sagði að staðan í skólum yrði metin daglega.

Uppfært klukkan 14.00 

Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti, segir nú á vef Stjórnarráðsins:

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
  • Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
  • Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi.
  • Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
  • Íþróttakeppni áfram heimil með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
  • Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.

Smellið hér til að lesa reglugerð um breytingarnar

Smellið hér til að lesa minnisblað sóttvarnalæknis

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40