Fara í efni
Umræðan

Heimir forseti, L-listi stýrir bæjarráði

Heimir Örn Árnason, til vinstri, og Gunnar Líndal Sigurðsson voru í sólskinsskapi í Lystigarðinum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður forseti bæjarstjórnar Akureyrar allt kjörtímabilið.  Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, verður formaður bæjarráðs til næstu áramóta en þá tekur Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans, við embættinu og gegnir því út kjörtímabilið.

Tilkynnt var í dag hvaða flokkar fá formennsku í stjórnum og ráðum. Ekki var tilkynnt hverjir það verða en Akureyri.net veit eftirfarandi:

  • Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn – Heimir Örn Árnason
  • Formaður bæjaráðs – L-listinn – Halla Björk Reynisdóttir (til áramóta), Gunnar Líndal Sigurðsson
  • Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn – Heimir Örn Árnason
  • Skipulagsráð – L-listinn – Halla Björk Reynisdóttir. Varaformaður verður Þórhallur Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sem verið hefur formaður skipulagsráðs síðustu misseri
  • Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
  • Velferðarráð – L-listinn
  • Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur
  • Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn – Hlynur Jóhannsson
  • Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn – Inga Dís Sigurðardóttir

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00