Fara í efni
Umræðan

Heimir forseti, L-listi stýrir bæjarráði

Heimir Örn Árnason, til vinstri, og Gunnar Líndal Sigurðsson voru í sólskinsskapi í Lystigarðinum í …
Heimir Örn Árnason, til vinstri, og Gunnar Líndal Sigurðsson voru í sólskinsskapi í Lystigarðinum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður forseti bæjarstjórnar Akureyrar allt kjörtímabilið.  Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, verður formaður bæjarráðs til næstu áramóta en þá tekur Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans, við embættinu og gegnir því út kjörtímabilið.

Tilkynnt var í dag hvaða flokkar fá formennsku í stjórnum og ráðum. Ekki var tilkynnt hverjir það verða en Akureyri.net veit eftirfarandi:

  • Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn – Heimir Örn Árnason
  • Formaður bæjaráðs – L-listinn – Halla Björk Reynisdóttir (til áramóta), Gunnar Líndal Sigurðsson
  • Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn – Heimir Örn Árnason
  • Skipulagsráð – L-listinn – Halla Björk Reynisdóttir. Varaformaður verður Þórhallur Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sem verið hefur formaður skipulagsráðs síðustu misseri
  • Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
  • Velferðarráð – L-listinn
  • Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur
  • Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn – Hlynur Jóhannsson
  • Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn – Inga Dís Sigurðardóttir

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45

Enn um skammsýni skipulagsyfirvalda á Akureyri

Sigurbjörg Pálsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:20