Fara í efni
Umræðan

Háhýsi við Tónatröð

Flestir þekkja umræðuna um háhýsi við Tónatröð og aðkomu formanns Skipulagsráðs að þeirri hugmynd. Hann hefur ekki svarað málefnalegum fyrirspurnum sem birtust á fésbókarsíðu hóps um Spítalabrekkuna sem auðvitað er ekki til sóma þegar kemur að stjórnmálamönnum, í opinberum verkefnum fyrir Akureyri. En látum það nú vera, fæstir bjuggust við því í raun og veru að hann svaraði.

Nú hefur Skipulagsráð haldið sinn síðasta fund á kjörtímabilinu og á þeim fundi var lögð fram breyting á hugmyndum um uppbyggingu. Minjastofnum hafði hafnað hugmyndum um niðrrif Sóttvarnahúss sem byggt var 1905 og friðað.. Flestir reiknuðu með að það yrði síðasti naglinn í þessa fráleitu hugmynd, en aldeilis ekki. Nýjasta tillagan er að húsið stendur, en byggt í brekkunni að öðru leiti. Tvær sögufrægar byggingar í eigum SAK eru horfnar, þær á greinilega að rífa samkvæmt hugmyndum verktakans.

Nú er málinu frestað þarna og vísað á nýtt Skipulagsráð eftir kosningar sem verða næstkomandi laugardag.

Bókun Skipulagsráðs

Lögð fram drög Yrkis arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæðin þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar nr. 8 þar sem Minjastofnun heimilar ekki að hús á þeirri lóð verði fjarlægt.

Skipulagsráð samþykkir að fresta ákvörðun um framhald málsins þar til nýtt skipulagsráð hefur tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Nú eru kjósendur í dauðafæri að kjósa flokkana burtu sem standa að þessari breytingu í mikilli andstöðu við meirihluta bæjarbúa og hafa keyrt málið áfram með minnsta meirihluta og afar ólýðræðislega.

Óeðlileg stjórnsýsla við lóðaúthlutun, virðingaleysi við íbúalýðræði og ásýnd bæjarins á ekki upp á pallborðið hjá meirihluta bæjarbúa. Þessu er hægt að breyta næstkomandi laugardag.

Það skiptir máli hverjir ráða.

Jón Ingi Cæsarsson er áhugamaður varðveislu menningarminja og ásýnd Akureyrar

Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Hallgrímur Gíslason skrifar
06. júní 2023 | kl. 16:40

Áhugaleysi Vegagerðarinnar

Guðmar Gísli Þrastarson skrifar
05. júní 2023 | kl. 11:45

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00