Fara í efni
Umræðan

Gullblakararnir og Ariel litla – þá og nú

Nýkrýndir bikarmeistarar fyrir hálfum mánuði. Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo Gomez, með bikarana og dótturina Ariel. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Myndin hér að neðan vakti mikla athygli þegar hún birtist á Akureyri.net í fyrravor. Myndin var tekin ári fyrr, vorið 2023, eftir að kvennalið KA varð deildarmeistari í blaki. Spænska parið Paula del Olmo Gomez, með bikarana sem KA fékk afhenta, og Miguel Mateo Castrillo og með Ariel, tveggja mánaða dóttur þeirra. Paula hóf keppni fljótt eftir barnsburð og Mateo þjálfaði liðið eins og hann gerir enn í dag.

Hjónin Paula del Olmo og Miguel Mateo Castrillo og Ariel dóttir þeirra eftir að KA-stelpurnar urðu deildarmeistarar 2023. Ariel var þá rúmlega tveggja mánaða. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Efri myndin var tekin af þeim fyrir hálfum mánuði eftir að bæði karla- og kvennalið KA urðu bikarmeistarar. Þá vakti Ariel litla athygli í fangi móður sinnar sem var í viðtali við beinni útsendingu strax eftir leik. 

Margir höfðu orð á því hve Ariel væri breytt; tinnusvart, slétt hárið væri orðið mun ljósara og stelpan skartaði nú fallegum krullum! Því var upplagt að taka mynd af hjónunum með dótturina þegar bikarmeistaraliðin komu saman og glöddust í KA-heimilinu daginn eftir að bikararnir fóru á loft í Digranesi í Kópavogi.

Paula komst við meðan á viðtalinu eftir bikarsigurinn stóð, þegar tilkynnt var að hún hefði verið valin besti leikmaður úrslitaleiksins og fallegt var að sjá þegar dóttirin gerði sitt besta til að hugga grátandi móður sína; henni var eðlilega ekki ljóst að um gleðitár var að ræða.

Karlalið KA er orðið deildarmeistari í blaki og kvennalið félagsins gæti nælt í sömu nafnbót seinna í dag. Liðin leika bæði á heimavelli; karlaliðið fyrst gegn Vestra kl. 17.00 og kvennaliðið mætir Reykjavíkur-Þrótti kl. 19.30. Bæði lið urðu bikarmeistarar fyrir hálfum mánuði.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45