Fara í efni
Umræðan

Góðir farþegar ...

Það hefur sannarlega hlaupið góður vöxtur í Akureyrarbæ. Á síðasta ári fjölgaði íbúum um rúmlega 400 og mikil eftirspurn er eftir húsnæði á svæðinu. Vinna er hafin við gatnagerð í nýju 700-800 íbúa hverfi og verið er að skipuleggja annað nýtt hverfi, þar sem verða yfir 1.000 nýjar íbúðir. Gera má ráð fyrir að um 3.000 manns geti sest að í þessum tveimur nýju hverfum og búið sér hér heimili.

Á fleygiferð

Fyrirtæki eru að opna nýjar starfsstöðvar og önnur að koma ný inn í bæinn. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar munu rísa á næstu árum, önnur á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti og hin í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Gríðarlega spennandi framkvæmdir við uppbyggingu ferðaþjónustu eins og t.d. Skógarböðin koma einnig til með að gera Akureyri að enn áhugaverðari áfangastað. Framkvæmdir eru hafnar á Akureyrarflugvelli á nýju flughlaði og gert ráð fyrir að ný viðbygging við flugstöðina verði opnuð á næsta ári.

Samfélagið er á fleygiferð og því engin ástæða til annars en að halda að íbúum komi til með að fjölga töluvert á næstu árum. Bæjarbragurinn á Akureyri er um þessar mundir til marks um óbilandi bjartsýni og mikla trú fólks á framtíðina.

Spennið beltin

Við höfum upplifað mikilvæg framfaraskref á Akureyri á síðastliðnum áratugum, sem virkuðu kannski smá í byrjun en voru í raun grundvallabreyting til hins betra. T.d. var stofnun Háskólans á Akureyri eitt slíkt skref. Þess vegna fylltist ég mikilli eftirvæntingu þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins Niceair á dögunum og áform þeirra um beint áætlunarflug frá Akureyri. Sannarlega tímamót að flugfélag einbeiti sér að þessum markaði og feykileg lyftistöng fyrir svæðið. Löng og ströng barátta fyrir beinu millilandaflugi er skila sér með þessu mikilvæga framfaraskrefi sem mannlíf og atvinnulíf á öllu Norður- og Austurlandi mun njóta góðs af. Ferðamaðurinn er auðlind sem svæðið mun nú fá meiri aðgang að en nokkru sinni áður. Ætla má að afleidd störf geti skipt tugum ef ekki hundruðum.

Góðir farþegar, við í L-listanum erum með beltin spennt og tilbúin til flugtaks með ykkur!

Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans og situr í 3. sæti listans fyrir kosningarnar 14.maí.

Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Hallgrímur Gíslason skrifar
06. júní 2023 | kl. 16:40

Áhugaleysi Vegagerðarinnar

Guðmar Gísli Þrastarson skrifar
05. júní 2023 | kl. 11:45

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00