Fara í efni
Umræðan

Gjörgæsla LSH sprungin – sjúklingar til Akureyrar

Sjúkrahúsið á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi. Þrettán liggja nú á gjörgæslu Landspítalans, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél.

Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir við Vísi að lítið megi út af bregða. „Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur.

Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk.

„Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“

Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða.

Smellið hér til að lesa frétt Vísis.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15