Fara í efni
Umræðan

Fyllt á olíutanka Grímseyinga í vikunni

Olíudreifingarskipið Keilir við höfn í Grímsey. Mynd af vef Akureyrarbæjar: Anna María Sigvaldadóttir

Í rúman mánuð hafa farþegaflutningar milli Grímseyjar og lands aðeins farið fram í lofti með flugi Norlandair milli Akureyrar og Grímseyjar fjórum sinnum í viku.

Ástæðan er sú að Sæfari hefur verið í slipp í rúman mánuð og hafa ekki verið í boði siglingar með farþega á þeim tíma, en flutningur á fiski og varningi hefur farið fram með fiskiskipinu Þorleifi – sjá hér.

Raforka í Grímsey kemur nánast að öllu leyti frá díselrafstöð. Mjög var farið að ganga á birgðirnar, en nú hefur verið bætt úr því. Olíuskipið Keilir kom við í Grímsey í fyrrakvöld og fyllti á tankana í eynni þannig að nú ættu að vera birgðir sem duga þar til Sæfari getur hafið siglingar á ný eftir viðgerðir, en áætlað er að það verði um miðjan maí. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53