Fara í efni
Umræðan

Frambjóðandi leitar að kjósendum

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að á morgun er kjördagur, kosið til Alþingis fyrir næstu fjögur ár. Þrátt fyrir skamman fyrirvara hafa flokkar og framboð náð að útbúa og koma á framfæri alls konar vönduðum og vel unnum auglýsingum þar sem frambjóðendur í sínu fínasta birtast á myndum með X og tákni viðkomandi flokks, ásamt stuttum og hnitmiðuðum textum um stefnumálin.

Mögulega fær þó Theodór Ingi Ólafsson, oddviti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi, verðlaun fyrir frumleika við val á leið til að ná til kjósenda. Theodór Ingi, norðanmaður á fimmtugsaldri búsettur í Reykjavík, setti nefnilega smáauglýsingu í Dagskrána sem dreift er í hvert hús á Akureyri og nágrenni þar sem hann óskaði eftir kjósendum.

Auglýsingin minnir nokkuð á smáauglýsingar eða einkamálaauglýsingar sem birtust gjarnan í dagblöðum og gera jafnvel enn, til dæmis í Bændablaðinu, þar sem einhleypt fólk óskaði eftir félagsskap, jafnvel lífsförunauti, bændur óskuðu eftir starfskrafti í bústörf eða heimilisstörf eins og til dæmis að ráðskona óskast í sveit, má hafa með sér börn, eða annað í þeim dúr. Í einkamálaauglýsingum voru áhugamál og kostir viðkomandi jafnan tíundaðir ásamt því hverra kosta var leitað í væntanlegum félaga eða maka.

Auglýsing Theodórs Inga er á þessa leið. Myndin af honum hér að neðan reyndar ekki með smáauglýsingunni í Dagskránni.

Frambjóðandi leitar að kjósendum! Ég elska mannréttindi, örugga heilbrigðisþjónustu um allt land, góðar samgöngur og frábært menntakerfi. Mér finnst bændur, eldra fólk, börn og öryrkjar allt mjög skemmtilegir þjóðfélagshópar. Rauð flögg hjá mér eru spilling, frændhygli og brostin loforð. Reyndar líka opnar sjókvíar og bara sex ferðir á mann með loftbrúnni. 

Ef þú átt samleið með þessu þá mæli ég með að setja x við P á kjördag.

Kveðja, oddviti Pírata í NA.

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15