Fara í efni
Umræðan

Logi samstarfsráðherra Norðurlanda

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mun gegna stöðu samstarfsráðherra Norðurlanda. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra þar að lútandi var samþykkt á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar á Þorláksmessu.

Samstarfsráðherra Norðurlanda ber á byrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra.

Norræna ráðherranefndin var sett á fót árið 1971 og er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Íslands, Danmerkur, Finnland, Noregs og Svíþjóðar auk sjálfsstjórnarlandanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar sem samþykkt var í Reykjavík 2019 felur í sér markmið um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00