Jens Garðar og Logi oftast strikaðir út

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var sá frambjóðandi sem oftast var strikaður út eða færður til í sæti í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 30. nóvember, alls 86 sinnum. Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar var strikaður út eða færður af 76 kjósendum og á 67 kjörseðlum var Njáll Trausti Friðbertsson, sem skipaði 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, strikaður út eða færður.
Þetta kemur farm í tölum sem Austurfrétt hefur fengið afhentar frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis. Útstrikanir urðu annars sem hér segir:
Framsóknarflokkur
Ingibjörg Ólöf Isaksen 8
Þórarinn Ingi Pétursson 23
Jónína Brynjólfsdóttir 3
Skúli Bragi Geirdal 2
Viðreisn
Ingvar Þóroddsson 5
Heiða Ingimarsdóttir 1
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir 2
Sjálfstæðisflokkurinn
Jens Garðar Helgason 86
Njáll Trausti Friðbertsson 67
Berglind Harpa Svavarsdóttir 12
Jón Þór Kristjánsson 2
Flokkur fólksins
Sigurjón Þórðarson 18
Katrín Sif Árnadóttir 27
Sigurður H. Ingimarsson 2
Miðflokkurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 23
Þorgrímur Sigmundsson 27
Ágústa Ágústsdóttir 15
Inga Dís Sigurðardóttir 1
Samfylkingin
Logi Einarsson 76
Eydís Ásbjörnsdóttir 2
Sindri Kristjánsson 3
Engar útstrikanir eða breytingar á röð frambjóðenda voru hjá Pírötum, Vinstri grænum, Sósíalistaflokknum eða Lýðræðisflokknum.


Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa
