Fara í efni
Umræðan

Fjölgun íbúa á Akureyri okkar allra

Fjölgun íbúa á Akureyri okkar allra

Í kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag er meðal annars lögð áhersla á ráðist verði í markaðsátak í því skyni að fjölga íbúum og atvinnutækifærum og að það verkefni fari af stað strax. Gríðarleg samkeppni ríkir um íbúa og atvinnutækifæri og mikilvægt að Akureyrarbær verði ekki undir í þeirri samkeppni.

Að mati Sjálfstæðisflokksins er rétti tíminn einmitt núna enda mikil uppbygging fyrirhuguð. Þannig má nefna að fjölmargar lóðir fyrir íbúðarhús eru á teikniborðinu, ný tækifæri að skapast með tilkomu reglulegs millilandaflugs, breytt skipulag á svæði Akureyrarvallar og svo mætti lengi áfram telja. Fjölgun íbúa og atvinnutækifæra eru forsenda þess að bærinn haldi áfram að vaxa og dafna sem kemur til með að gagnast okkur öllum.

Við megum ekki sofna á verðinum og verðum alltaf að hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum og möguleikum til þess að efla bæinn okkar. Ekkert gerist af sjálfu sér og við verðum að nýta það tækifæri sem nú er til staðar og kynna bæinn okkar sem góðan kost fyrir fólk að búa í.

Stefna Sjálfstæðisflokksins hvað þetta varðar er í senn framsýn og klassísk og byggir á þeirri grunnhugmynd að með auknum umsvifum skapist tækifæri til framfara. Þær framfarir leiða svo til þess að aukið svigrúm myndast til frekari uppbyggingar, aukinnar þjónustu og betra samfélags á Akureyri okkar allra.

Ketill Sigurður Jóelsson skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn.

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00