Fara í efni
Umræðan

Fjöldi fólks verður bólusettur í næstu viku

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri fyrir skemmstu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Í næstu viku fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands um 4.000 skammta af bóluefni vegna Covid-19.

Astra Zeneca bóluefnið verður alla jafna nýtt til að hefja bólusetningu hjá þeim sem fæddir eru 1961 og fyrr. Gert er ráð fyrir að fara langt með þann hóp, skv. upplýsingum frá HSN.

Efnið frá Pfizer verður nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu bóluefni 6.-9 apríl og fyrri bólusetningu hjá þeim sem eru yngri en 60 ára og hafa undirliggjandi sjúkdóma.

Þeir sem voru bólusettir með Pfizer efninu hið fyrra sinni á Akureyri 8. apríl eiga að mæta aftur næsta þriðjudag, 27. apríl. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina þann dag á milli klukkan 12 og 15. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer verða einnig bólusettir 27. apríl.

Þeir sem fæddir eru 1961 og fyrr, búsettir á Akureyri, fá fyrri bólusetningu fimmtudaginn 29. apríl. Fólk sem fætt er í þessum árgöngum og hefur ekki farsíma og fær því ekki boð með sms er beðið um að mæta í bólusetningu á slökkvistöðina 29. apríl milli kl. 09-12.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30