Fara í efni
Umræðan

Fækkar í sóttkví en 62 skólabörn í einangrun

Grunnskólabörn og foreldrar þeirra hafa streymt í sýnatöku vegna Covid-19 í gær og í morgun. Myndin er tekin í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fólki í sóttkví hefur fækkað nokkuð á Akureyri síðan í gær, en enn eru þó 883 nemendur og starfsmenn í grunnskólum bæjarins í sóttkví. Í morgun voru 116 manns í einangrun í bænum. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru 116 manns á Akureyri í einangrun með Covid-19 smit klukkan 8 í morgun. Fólki í sóttkví hefur fækkað um á að giska 240 á milli daga,“ segir á vef bæjarins.

„Eftir því sem næst verður komist eru nú 62 nemendur og 9 starfsmenn í grunnskólum bæjarins í einangrun með Covid-19 og samtals eru 883 nemendur og starfsmenn í sóttkví. Staðan er mun betri í leikskólunum þar sem aðeins eitt barn er nú í einangrun en 43 börn og starfsmenn í sóttkví. Samtals hafa 55 nemendur og starfsmenn leik- og grunnskólum bæjarins verið skráðir í smitgát.

Því má ljóst vera að drjúgur meirihluti Covid-19 smita á Akureyri tengist grunnskólastarfi en smitin hafa einnig náð að breiðast nokkuð út til annarra hópa í samfélaginu.

Tölur um smit breytast dag frá degi en vonir standa til að með ströngum sóttvarnaraðgerðum og öflugri smitrakningu takist að hefta útbreiðslu þeirra á allra næstu dögum, fækkun fólks sem er í sóttkví bendir enda til þess.

Hver og einn skóli sér um að halda foreldrum og aðstandendum nemenda vel upplýstum um stöðu mála og hið sama gildir um allt íþrótta- og tómstundastarf í bænum; upplýsingar berast beint frá íþróttafélögum til iðkenda og foreldra eða aðstandenda þeirra.“

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason skrifar
06. mars 2024 | kl. 15:15