Fara í efni
Umræðan

Ekki ber á veikindum á Norðurlandi eystra

Greind hafa verið 115 kórónuveirusmit hérlendis eftir sýnatöku gærdagsins en sú tala gæti hækkað þar sem enn hafa ekki öll sýni verið rannsökuð. Nú eru  17 íbúar á Norðurlandi eystra í einangrun og 51 í sóttkví.

Ekki ber enn á veikindum í landshlutanum. „Bylgjan hefur enn ekki risið jafn hátt hlutfallslega hér og fyrir sunnan,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri við Akureyri.net. „Allir nema einn sem eru í einangrun eru skráðir grænir; eru með tiltölulega væg einkenni, en einn er skráður gulur. Sá er undir eftirliti.“

Sjúkrahúsið á Akureyri er nú á óvissustigi „sem kallar á að við setjum okkur í gírinn. Við höfum ekki misst starfsmenn úr vinnu að neinu ráði, nema einn og einn dag í úrvinnslusóttkví ef einhver hefur fengið einkenni, en enginn hefur veikst. Vonandi verður svo áfram.“

Í fyrradag greindust 123 smitaðir hérlendis og hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan faraldurinn hófst. Átta manns liggja á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45